Bókaútgefandi sem hlustar gjarnan á sömu músíkina hring eftir hring 11. nóvember 2017 11:00 Guðrún Vilmundardóttir stofnaði bókaforlagið Benedikt haustið 2016. VÍSIR/ERNIR Guðrún Vilmundardóttir, stofnandi og útgáfustjóri bókaútgáfunnar Benedikts, stendur í ströngu þessa dagana, nú þegar jólabókaflóðið er að bresta á. Bókaforlagið var stofnað af Guðrúnu fyrir aðeins einu ári en áður hafði hún starfað sem útgáfustjóri Bjarts í samtals tíu ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það kemur mér sífellt á óvart hvað tíminn líður hratt. Það kemur mér ekki bara á óvart á hverju ári, heldur á hverju misseri, því hann líður stöðugt hraðar eftir því sem maður eldist og vitkast. Þá hefur það komið mér dásamlega skemmtilega á óvart hvað nýja bókaútgáfan mín, Benedikt, hefur hlotið góðan hljómgrunn og að ungir jafnt sem reyndir höfundar hafi sýnt okkur það traust sem raun ber vitni.Hvaða app notarðu mest? Ég er ekki ævintýraleg app-manneskja, ætli ég noti ekki samskiptaforritið Messenger mest, svo Podcast-safnið mitt og Endomondo þá sjaldan ég truntast út og skokka minn þrist, eða fimmu ef vel liggur á mér, meðfram sjónum. Ég hlusta á heimildarþætti og leikhús í podcastinu, skáldsögur finnst mér skemmtilegra að lesa sjálf.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég les og geng og fer í sund. Ég á engin sérstök áhugamál, utan bóklestur, og það hefur hvarflað að mér að ég ætti að koma mér upp einu slíku. Mér finnst gaman að skipta um umhverfi og við fjölskyldan höfum verið dugleg að gera húsaskipti við evrópskar fjölskyldur. Þá fær maður tækifæri til að dvelja lengur og lifa hversdagslegra lífi heldur en á hóteli, fara á markaðinn og elda og fá góð ráð um bestu staðina í hverfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég er tuttugu mínútur að ganga í vinnuna og reyni að gera það sem oftast. Ég skokka af og til og stundum grípur mig zumba-æði og ég eltist við danstíma um allan bæ, helst oft í viku. En svo bráir nú af mér inn á milli og ég læt göngutúra kvölds og morgna nægja.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á allt mögulegt, dægurpopp og gamla meistara, óperur og ballöður. Ég fer sjaldan á tónleika og ekki nógu oft á sinfóníutónleika, en mér finnst frábært að hlusta á þá í útvarpinu og taka þannig þátt í viðburðinum. Ég fæ gjarnan æði fyrir ákveðnum lögum og/eða hljómsveitum og hlusta á sömu músíkina hring eftir hring, svo félögum mínum á skrifstofunni þykir nóg um.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er tvímælalaust í draumastarfi. Starf útgefanda er einstaklega fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Höfundar, þýðendur og yfirlesarar eru gjarna skemmtilegt fólk sem er gaman að eiga í samskiptum við. Ég er sömuleiðis í sambandi við umboðsmenn og útgefendur úti um allan heim, og það er hluti starfsins sem ég hef sérstaka ánægju af.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Guðrún Vilmundardóttir, stofnandi og útgáfustjóri bókaútgáfunnar Benedikts, stendur í ströngu þessa dagana, nú þegar jólabókaflóðið er að bresta á. Bókaforlagið var stofnað af Guðrúnu fyrir aðeins einu ári en áður hafði hún starfað sem útgáfustjóri Bjarts í samtals tíu ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það kemur mér sífellt á óvart hvað tíminn líður hratt. Það kemur mér ekki bara á óvart á hverju ári, heldur á hverju misseri, því hann líður stöðugt hraðar eftir því sem maður eldist og vitkast. Þá hefur það komið mér dásamlega skemmtilega á óvart hvað nýja bókaútgáfan mín, Benedikt, hefur hlotið góðan hljómgrunn og að ungir jafnt sem reyndir höfundar hafi sýnt okkur það traust sem raun ber vitni.Hvaða app notarðu mest? Ég er ekki ævintýraleg app-manneskja, ætli ég noti ekki samskiptaforritið Messenger mest, svo Podcast-safnið mitt og Endomondo þá sjaldan ég truntast út og skokka minn þrist, eða fimmu ef vel liggur á mér, meðfram sjónum. Ég hlusta á heimildarþætti og leikhús í podcastinu, skáldsögur finnst mér skemmtilegra að lesa sjálf.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég les og geng og fer í sund. Ég á engin sérstök áhugamál, utan bóklestur, og það hefur hvarflað að mér að ég ætti að koma mér upp einu slíku. Mér finnst gaman að skipta um umhverfi og við fjölskyldan höfum verið dugleg að gera húsaskipti við evrópskar fjölskyldur. Þá fær maður tækifæri til að dvelja lengur og lifa hversdagslegra lífi heldur en á hóteli, fara á markaðinn og elda og fá góð ráð um bestu staðina í hverfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég er tuttugu mínútur að ganga í vinnuna og reyni að gera það sem oftast. Ég skokka af og til og stundum grípur mig zumba-æði og ég eltist við danstíma um allan bæ, helst oft í viku. En svo bráir nú af mér inn á milli og ég læt göngutúra kvölds og morgna nægja.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á allt mögulegt, dægurpopp og gamla meistara, óperur og ballöður. Ég fer sjaldan á tónleika og ekki nógu oft á sinfóníutónleika, en mér finnst frábært að hlusta á þá í útvarpinu og taka þannig þátt í viðburðinum. Ég fæ gjarnan æði fyrir ákveðnum lögum og/eða hljómsveitum og hlusta á sömu músíkina hring eftir hring, svo félögum mínum á skrifstofunni þykir nóg um.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er tvímælalaust í draumastarfi. Starf útgefanda er einstaklega fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Höfundar, þýðendur og yfirlesarar eru gjarna skemmtilegt fólk sem er gaman að eiga í samskiptum við. Ég er sömuleiðis í sambandi við umboðsmenn og útgefendur úti um allan heim, og það er hluti starfsins sem ég hef sérstaka ánægju af.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira