Katrín segir hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 22:16 Katrín Jakobsdóttir ræðir við fjölmiðlmenn að loknum flokksráðsfundi Vinstri grænna. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ánægð með þann stuðning sem myndaðist í flokksráði Vinstri grænna þess efnis að flokkurinn gangi í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Katrín sagði þetta í viðtali í kvöldfréttum Sjónvarpsins að loknum fundi flokksráðs Vinstri grænna þar sem tillagan var samþykkt. Níutíu og þrír greiddu atkvæði. Af þeim sögðu sjötíu og fimm já, fimmtán sögðu nei og voru þrír seðlar auðir. Katrín sagði forsvarsmenn flokksins hafa kynnt niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og aðdraganda málsins. Hún sagði hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG þar sem fólk var ekki á einu máli en að lokum fékkst yfirgnæfandi stuðningur fyrir málinu. Hún sagði fólk hafa tjáð sig opið á fundinum, einhverjir hafi lýst andstöðu sinni við þessu ríkisstjórnarsamstarfi en ætla þó að vera áfram í hreyfingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir fyrr í kvöld að þau myndu ekki samþykkja ríkisstjórnarsáttmálann. Katrín sagðist vera ósammála þeim, hún telur niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum vera góða þar sem náð var miklum árangri. Vinstri græn muni þar að auki leiða þessa ríkisstjórn. „Það tel ég gríðarlega góða niðurstöðu, þannig að auðvitað er ég ósammála þeirra niðurstöðu,“ sagði Katrín við RÚV. Hún sagði afstöðu Rósu og Andrésar veikja stöðu Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sér í lagi þegar kemur að skipan þingnefnda, en afstaða þeirra hefði legið fyrir og ákveðið var að ljúka þessum viðræðum þrátt fyrir það. Staðan muni skýrast betur á þingflokksfundi á morgun. Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ánægð með þann stuðning sem myndaðist í flokksráði Vinstri grænna þess efnis að flokkurinn gangi í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Katrín sagði þetta í viðtali í kvöldfréttum Sjónvarpsins að loknum fundi flokksráðs Vinstri grænna þar sem tillagan var samþykkt. Níutíu og þrír greiddu atkvæði. Af þeim sögðu sjötíu og fimm já, fimmtán sögðu nei og voru þrír seðlar auðir. Katrín sagði forsvarsmenn flokksins hafa kynnt niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og aðdraganda málsins. Hún sagði hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG þar sem fólk var ekki á einu máli en að lokum fékkst yfirgnæfandi stuðningur fyrir málinu. Hún sagði fólk hafa tjáð sig opið á fundinum, einhverjir hafi lýst andstöðu sinni við þessu ríkisstjórnarsamstarfi en ætla þó að vera áfram í hreyfingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir fyrr í kvöld að þau myndu ekki samþykkja ríkisstjórnarsáttmálann. Katrín sagðist vera ósammála þeim, hún telur niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum vera góða þar sem náð var miklum árangri. Vinstri græn muni þar að auki leiða þessa ríkisstjórn. „Það tel ég gríðarlega góða niðurstöðu, þannig að auðvitað er ég ósammála þeirra niðurstöðu,“ sagði Katrín við RÚV. Hún sagði afstöðu Rósu og Andrésar veikja stöðu Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sér í lagi þegar kemur að skipan þingnefnda, en afstaða þeirra hefði legið fyrir og ákveðið var að ljúka þessum viðræðum þrátt fyrir það. Staðan muni skýrast betur á þingflokksfundi á morgun.
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39
Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45
Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09