Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 16:02 Í póstinum segir að Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar Pressunnar, séu enn skráðir í stjórn samkvæmt RSK. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Fjölmiðlar Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot
Fjölmiðlar Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira