Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 16:02 Í póstinum segir að Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar Pressunnar, séu enn skráðir í stjórn samkvæmt RSK. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Fjölmiðlar Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot
Fjölmiðlar Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira