Algjört úrræðaleysi fyrir börn í vanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 19:45 Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira