Ferðamennirnir skelkaðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns. Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns.
Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15
Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00