Vinnubann í Urriðaholti: Öryggi starfsmanna ógnað Daníel Freyr Birkisson skrifar 27. nóvember 2017 16:21 Vinnubanni hefur verið komið á byggingarframkvæmdir í Mosagötu 4-12. Myndin er tekin í Urriðaholti. vísir/stefán Vinna hefur verið stöðvuð við uppbyggingu íbúða í Mosagötu 4-12 í Urriðaholti Garðabæjar. Vinnueftirlitið fór fram á vinnubannið í kjölfar eftirlitsheimsókna fyrr í sumar og svo aftur í nóvember. Þar kom fram að starfsskilyrði væru ófullnægjandi og var því gripið til stöðvunar. Vinnueftirlitið birti skýrslugerð eftirlitsheimsóknanna á vefsíðu sinni þann 22. nóvember og mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag. Fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins að félagið sem sér um byggingarframkvæmdirnar í götunni sé Ný uppbygging ehf. Fyrsta úttekt stofnunarinnar fór fram þann 17. júlí í sumar og voru þar gerðar athugasemdir við fallvarnir á verkpöllum verktakans. Var svo metið að þær væru ófullnægjandi og ráðast þyrfti í að laga þær sem allra fyrst. Að sama skapi var gerð athugasemd við það að enga öryggis- og heilbrigðisáætlun væri að finna í tengslum við verkefnið. Ráðlagt var að greiða úr því strax. Í annarri úttekt, sem fram fór tveimur dögum síðar þann 19. júlí kom fram að fallvarnir á verkpöllum hefðu ekki verið lagfærðar. Auk þess kom þar fram að gönguleiðir og umferðaleiðir um verkstaðinn væru hættulegar. Drasl og byggingarefni væru í gangveginum og reyndist það starfsfólki hættulegt. Í þriðja lagi fór notkun borðsagar og slípirokks fram án tilskyldra öryggishlífa og var notkun þeirra bönnuð þar til úrbóta væri gripið.Unnið án öryggisfatnaðar- og hlífaÞriðja eftirlitsheimsókn fór fram þann 21. nóvember og var þar enn og aftur gerð athugasemd við fallvarnir utanhúss vinnupalla en einnig innanhúss. Aukinheldur var gerð athugasemd við hjálma- og öryggisskóleysi starfsmanna. Þá kom fram að veittur frestur til að uppfylla skilyrði Vinnueftirlitsins væri einn dagur, önnur skoðun myndi fara fram þann 22. nóvember. Degi seinna var vinnustöðvunin staðfest með úrskurði Vinnueftirlitsins. Fyrirmæli stofnunarinnar hljóma svo:„Öll vinnu er bönnuð á byggingarsvæðinu við Mosagötu 4-12, Urriðaholti, Garðabæ, þar til búið er að gera úrbætur vegna allra þeirra fyrirmæla sem Vinnueftirlitið hefur veitt fyrirtækinu og Vinnueftirlitið hefur aflétt banninu. Þrátt fyrir bannið er heimilt að vinna að úrbótum."Framkvæmdirnar við Mosagötu eru sem fyrr segir í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða nýtt hverfi í Garðabæ sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu. Hverfið er í grennd við Costco, Bónus og IKEA. Lóðirnar eru í eigu Urriðalands ehf., félags Urriðaholts ehf. og Landeyjar ehf. sem er dótturfélag Arion banka. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Vinnueftirlitsins og aðstandendum félags Nýrrar uppbyggingar án árangurs. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Vinna hefur verið stöðvuð við uppbyggingu íbúða í Mosagötu 4-12 í Urriðaholti Garðabæjar. Vinnueftirlitið fór fram á vinnubannið í kjölfar eftirlitsheimsókna fyrr í sumar og svo aftur í nóvember. Þar kom fram að starfsskilyrði væru ófullnægjandi og var því gripið til stöðvunar. Vinnueftirlitið birti skýrslugerð eftirlitsheimsóknanna á vefsíðu sinni þann 22. nóvember og mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag. Fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins að félagið sem sér um byggingarframkvæmdirnar í götunni sé Ný uppbygging ehf. Fyrsta úttekt stofnunarinnar fór fram þann 17. júlí í sumar og voru þar gerðar athugasemdir við fallvarnir á verkpöllum verktakans. Var svo metið að þær væru ófullnægjandi og ráðast þyrfti í að laga þær sem allra fyrst. Að sama skapi var gerð athugasemd við það að enga öryggis- og heilbrigðisáætlun væri að finna í tengslum við verkefnið. Ráðlagt var að greiða úr því strax. Í annarri úttekt, sem fram fór tveimur dögum síðar þann 19. júlí kom fram að fallvarnir á verkpöllum hefðu ekki verið lagfærðar. Auk þess kom þar fram að gönguleiðir og umferðaleiðir um verkstaðinn væru hættulegar. Drasl og byggingarefni væru í gangveginum og reyndist það starfsfólki hættulegt. Í þriðja lagi fór notkun borðsagar og slípirokks fram án tilskyldra öryggishlífa og var notkun þeirra bönnuð þar til úrbóta væri gripið.Unnið án öryggisfatnaðar- og hlífaÞriðja eftirlitsheimsókn fór fram þann 21. nóvember og var þar enn og aftur gerð athugasemd við fallvarnir utanhúss vinnupalla en einnig innanhúss. Aukinheldur var gerð athugasemd við hjálma- og öryggisskóleysi starfsmanna. Þá kom fram að veittur frestur til að uppfylla skilyrði Vinnueftirlitsins væri einn dagur, önnur skoðun myndi fara fram þann 22. nóvember. Degi seinna var vinnustöðvunin staðfest með úrskurði Vinnueftirlitsins. Fyrirmæli stofnunarinnar hljóma svo:„Öll vinnu er bönnuð á byggingarsvæðinu við Mosagötu 4-12, Urriðaholti, Garðabæ, þar til búið er að gera úrbætur vegna allra þeirra fyrirmæla sem Vinnueftirlitið hefur veitt fyrirtækinu og Vinnueftirlitið hefur aflétt banninu. Þrátt fyrir bannið er heimilt að vinna að úrbótum."Framkvæmdirnar við Mosagötu eru sem fyrr segir í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða nýtt hverfi í Garðabæ sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu. Hverfið er í grennd við Costco, Bónus og IKEA. Lóðirnar eru í eigu Urriðalands ehf., félags Urriðaholts ehf. og Landeyjar ehf. sem er dótturfélag Arion banka. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Vinnueftirlitsins og aðstandendum félags Nýrrar uppbyggingar án árangurs.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira