Vonast til að Alþingi geti komið saman í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:49 Frá upphafi fundarins sem hófst í hádeginu. vísir/ernir Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57
Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00