Hver er Meghan Markle? Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2017 10:59 Meghan Markle í þáttunum Suits. Vísir/Getty Breska konungsfjölskyldan upplýsti í morgun að Harry prins, sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, hafi trúlofast bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Þau munu ganga í hjónaband á vordögum 2018. Prinsinn greindi fyrst opinberlega frá sambandi þeirra Markle í nóvember á síðasta ári og varð Markle í kjölfarið sú leikkona sem oftast var slegin inn í leitarvél Google í Bretlandi árið 2016. Markle heitir Rachel Meghan Markle fullu nafni og er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Suits þar sem hún fór með hlutverk Rachel Zane. Markle er 36 ára gömul, fæddist 4. ágúst 1981 í Los Angeles, en hefur búið í Toronto í Kanada síðustu árin.Skreytti boðskort Í grein BBC um leikkonuna segir að hún hafi stundað nám í einkareknum grunnskóla áður en hún fór í rómversk kaþólskan háskóla. Seinna meir útskrifaðist hún úr Northwestern University School of Communication í Illinois, um svipað leyti og leiklistarferill hennar var að hefjast. Í viðtölum hefur hún sagt að á milli áheyrnarprufa hafi hún unnið fyrir sér með því að skreyta boðskort í brúðkaup, en hún hafði með árunum þróað mikla færni í skrautskrift. Faðir Markle, Thomas W. Markle, hefur sjálfur starfað við gerð sjónvarpsþátta en hann var meðal annars ljósamaður á setti við gerð þáttanna Married… with Children á níunda áratugnum. Faðir hennar er af írskum og hollenskum uppruna, en móðir hennar, Doria Ragland, starfar sem sálfræðingur. Fyrsta hlutverk Markle í sjónvarpi var í þáttunum General Hospital árið 2002. Síðar fékk hún hlutverk í þáttum á borð við CSI, Without a Trace, Castle og Fringe. Einnig hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Get Him To The Greek, Remember Me og Horrible Bosses. Nánar má lesa um leiklistarferil hennar á síðu imdb.Giftist árið 2011Markle gekk að eiga kvikmyndaframleiðandann Trevor Engelson í september 2011 eftir um sjö ára samband, en þau skildu tveimur árum síðar. Engelson framleiðir nú nýjan sjónvarpsþátt sem byggir á forræðisdeilu manns við fyrrverandi eiginkonu sína sem giftist meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Markle ritstýrði um þriggja ára skeið vefsíðu sinni, The Tig, en síðunni var lokað í apríl síðastliðinn. Á síðunni var meðal annars fjallað um mat, förðun, tísku og ferðalög. Segir Markle að með síðunni hafi hún vilja stuðla að valdeflingu kvenna.Meghan Markle og Harry prins á Invictus Games í september 2017.Vísir/GettyFyrr á árinu vakti pistil Markle á síðunni athygli þar sem hún ræddi um rasisma sem hún hafi orðið fyrir, en faðir hennar er hvítur og móðir svört. Sagðist hún hafa þurft að þola árásir vegna húðlitar síns og að hún hafi hann haft áhrif á hvaða hlutverk hún fengi og hvaða ekki. Hafi Markle oft ekki þótt nógu svört fyrir „svörtu hlutverkin“ og ekki nógu hvít fyrir þau „hvítu“.Sendi Clinton bréf ellefu ára gömulMarkle er mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún er með um tvær milljónir fylgjenda á Instagram og um 390 þúsund fylgjendur á Twitter. Markle hefur einnig gegnt hlutverki sendiherra stofnunarinnar World Vision Canada sem berst fyrir réttindum barna til menntunar, næringar og heilbrigðisþjónustu. Þá hefur hún einnig barist fyrir aukni kynjajafnrétti. Fræg er sagan af því þegar Markle, sem þá var ellefu ára, ritaði Hillary Clinton, þáverandi forsetafrú, og fleirum bréf vegna auglýsingar sápuframleiðanda sem hún vildi meina að sendi þau skilaboð að konur ættu heima í eldhúsinu. Sápuframleiðandinn breytti í kjölfarið auglýsingunni. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07 Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
Breska konungsfjölskyldan upplýsti í morgun að Harry prins, sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, hafi trúlofast bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Þau munu ganga í hjónaband á vordögum 2018. Prinsinn greindi fyrst opinberlega frá sambandi þeirra Markle í nóvember á síðasta ári og varð Markle í kjölfarið sú leikkona sem oftast var slegin inn í leitarvél Google í Bretlandi árið 2016. Markle heitir Rachel Meghan Markle fullu nafni og er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Suits þar sem hún fór með hlutverk Rachel Zane. Markle er 36 ára gömul, fæddist 4. ágúst 1981 í Los Angeles, en hefur búið í Toronto í Kanada síðustu árin.Skreytti boðskort Í grein BBC um leikkonuna segir að hún hafi stundað nám í einkareknum grunnskóla áður en hún fór í rómversk kaþólskan háskóla. Seinna meir útskrifaðist hún úr Northwestern University School of Communication í Illinois, um svipað leyti og leiklistarferill hennar var að hefjast. Í viðtölum hefur hún sagt að á milli áheyrnarprufa hafi hún unnið fyrir sér með því að skreyta boðskort í brúðkaup, en hún hafði með árunum þróað mikla færni í skrautskrift. Faðir Markle, Thomas W. Markle, hefur sjálfur starfað við gerð sjónvarpsþátta en hann var meðal annars ljósamaður á setti við gerð þáttanna Married… with Children á níunda áratugnum. Faðir hennar er af írskum og hollenskum uppruna, en móðir hennar, Doria Ragland, starfar sem sálfræðingur. Fyrsta hlutverk Markle í sjónvarpi var í þáttunum General Hospital árið 2002. Síðar fékk hún hlutverk í þáttum á borð við CSI, Without a Trace, Castle og Fringe. Einnig hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Get Him To The Greek, Remember Me og Horrible Bosses. Nánar má lesa um leiklistarferil hennar á síðu imdb.Giftist árið 2011Markle gekk að eiga kvikmyndaframleiðandann Trevor Engelson í september 2011 eftir um sjö ára samband, en þau skildu tveimur árum síðar. Engelson framleiðir nú nýjan sjónvarpsþátt sem byggir á forræðisdeilu manns við fyrrverandi eiginkonu sína sem giftist meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Markle ritstýrði um þriggja ára skeið vefsíðu sinni, The Tig, en síðunni var lokað í apríl síðastliðinn. Á síðunni var meðal annars fjallað um mat, förðun, tísku og ferðalög. Segir Markle að með síðunni hafi hún vilja stuðla að valdeflingu kvenna.Meghan Markle og Harry prins á Invictus Games í september 2017.Vísir/GettyFyrr á árinu vakti pistil Markle á síðunni athygli þar sem hún ræddi um rasisma sem hún hafi orðið fyrir, en faðir hennar er hvítur og móðir svört. Sagðist hún hafa þurft að þola árásir vegna húðlitar síns og að hún hafi hann haft áhrif á hvaða hlutverk hún fengi og hvaða ekki. Hafi Markle oft ekki þótt nógu svört fyrir „svörtu hlutverkin“ og ekki nógu hvít fyrir þau „hvítu“.Sendi Clinton bréf ellefu ára gömulMarkle er mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún er með um tvær milljónir fylgjenda á Instagram og um 390 þúsund fylgjendur á Twitter. Markle hefur einnig gegnt hlutverki sendiherra stofnunarinnar World Vision Canada sem berst fyrir réttindum barna til menntunar, næringar og heilbrigðisþjónustu. Þá hefur hún einnig barist fyrir aukni kynjajafnrétti. Fræg er sagan af því þegar Markle, sem þá var ellefu ára, ritaði Hillary Clinton, þáverandi forsetafrú, og fleirum bréf vegna auglýsingar sápuframleiðanda sem hún vildi meina að sendi þau skilaboð að konur ættu heima í eldhúsinu. Sápuframleiðandinn breytti í kjölfarið auglýsingunni.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07 Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp