Sár skilnaður í ljúfum djasstónum Benedikt Bóas skrifar 27. nóvember 2017 11:30 Brynhildur Oddsdóttir, forsprakki Beebee and the bluebirds, settist niður eftir skilnaðinn og samdi um lífsreynslu sína og má heyra afraksturinn á plötunni Out of the dark. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er erfiðara að semja á persónulegum nótum. Fólk í kringum mig er mikið að skoða textana og spyrja hvort þetta lag eða hitt sé um sig,“ segir tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir, forsprakki hljómsveitarinnar Beebee and the bluebirds. Auk hennar eru þeir Tómas Jónsson, Brynjar Páll Björnsson og Ásmundur Jóhannsson í bandinu. Hljómsveitin gaf nýverið út plötuna Out of the dark en útgáfutónleikarnir verða þó ekki fyrr en í janúar. Brynhildur ætlar að stinga af til Flórída og vera þar um jólin. „Ég ætla að safna orku og slaka á. Ég hef ekki gert þetta áður og ég held að maður komi þvílíkt ferskur til baka. Vonandi stenst það að vera búin að koma disknum út í búðir og klára allt sem ég þarf að gera áður en ég heldur vestur um haf þannig að maður fari áhyggjulaus í sólina.“Brynhildur er útskrifuð úr almennum tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands, einnig á rafmagnsgítar í FÍH og er núna að læra hjá Þórði Árnasyni. Þá kennir hún á gítar og tónfræði í tónlistarskólanum Tónsölum. Það kemur því lítið á óvart að hún mundi gítarinn á þessari plötu en sú var ekki raunin á fyrri plötu hljómsveitarinnar. „Ég spilaði nánast ekkert á gítarinn á fyrri plötunni en á þessari sé ég um gítarleikinn sem er nýlunda.“ Hún segir plötuna vera uppgjör eftir skilnað sem hún gekk í gegnum. „Þetta er persónuleg plata ef ég á að vera hreinskilin. Eftir skilnaðinn settist ég niður og samdi. Þetta er líka um upplifunina sem kemur eftir á. Mér fannst svolítið erfitt að koma þessu efni frá mér, það var einhvern veginn meira stressandi. En ég er nú alveg ágætlega vel brynjuð og þetta varð ekkert svakalegt mál,“ segir Brynhildur. Beebee and the bluebirds í öllu sínu veldi. Auk Brynhildar eru þeir Tómas Jónsson, Brynjar Páll Björnsson og Ásmundur Jóhannsson í bandinu.Mynd/Spessi Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er erfiðara að semja á persónulegum nótum. Fólk í kringum mig er mikið að skoða textana og spyrja hvort þetta lag eða hitt sé um sig,“ segir tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir, forsprakki hljómsveitarinnar Beebee and the bluebirds. Auk hennar eru þeir Tómas Jónsson, Brynjar Páll Björnsson og Ásmundur Jóhannsson í bandinu. Hljómsveitin gaf nýverið út plötuna Out of the dark en útgáfutónleikarnir verða þó ekki fyrr en í janúar. Brynhildur ætlar að stinga af til Flórída og vera þar um jólin. „Ég ætla að safna orku og slaka á. Ég hef ekki gert þetta áður og ég held að maður komi þvílíkt ferskur til baka. Vonandi stenst það að vera búin að koma disknum út í búðir og klára allt sem ég þarf að gera áður en ég heldur vestur um haf þannig að maður fari áhyggjulaus í sólina.“Brynhildur er útskrifuð úr almennum tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands, einnig á rafmagnsgítar í FÍH og er núna að læra hjá Þórði Árnasyni. Þá kennir hún á gítar og tónfræði í tónlistarskólanum Tónsölum. Það kemur því lítið á óvart að hún mundi gítarinn á þessari plötu en sú var ekki raunin á fyrri plötu hljómsveitarinnar. „Ég spilaði nánast ekkert á gítarinn á fyrri plötunni en á þessari sé ég um gítarleikinn sem er nýlunda.“ Hún segir plötuna vera uppgjör eftir skilnað sem hún gekk í gegnum. „Þetta er persónuleg plata ef ég á að vera hreinskilin. Eftir skilnaðinn settist ég niður og samdi. Þetta er líka um upplifunina sem kemur eftir á. Mér fannst svolítið erfitt að koma þessu efni frá mér, það var einhvern veginn meira stressandi. En ég er nú alveg ágætlega vel brynjuð og þetta varð ekkert svakalegt mál,“ segir Brynhildur. Beebee and the bluebirds í öllu sínu veldi. Auk Brynhildar eru þeir Tómas Jónsson, Brynjar Páll Björnsson og Ásmundur Jóhannsson í bandinu.Mynd/Spessi
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp