Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Benedikt Grétarsson skrifar 26. nóvember 2017 19:36 Kári var afar ósáttur við dómgæsluna. vísir/eyþór „Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik og 34 alls. Það er bara langt yfir því sem við höfum verið að fá á okkur í vetur og við náum bara engum takti í varnarleiknum. Svo er sóknarleikurinn ekkert sérstakur í seinni hálfleik þó að við skorum 31 mark. Við erum bara langt á eftir þeim í vörn og markvörslu,“ sagði Kári Garðarsson eftir 34-31 tap Gróttu gegn Fjölni í Olísdeild karla. Varnarleikurinn var lélegur og óhætt er að segja að slíkt megi líka segja um sóknarleikinn á ögurstundu. „Menn ætluðu að kvitta fyrir og komast í jafnan leik og reyna að stela sigrinum og þá gerast svona hlutir. Heilt yfir, erum við okkur sjálfum verstir í þessum leik. Fjölnir á þennan sigur svo sannarlega skilið.“ Blaðamaður minnist á þá staðreynd að það var allt að verða vitlaust hjá báðum liðum vegna dómgæslunnar. „Það er hárrétt, það var við það að sjóða upp úr og ekki að ástæðulausu. Mér fannst þetta vera á köflum algjör sirkus, ég verð að segja það alveg eins og er. Þetta dómarapar á að mínu viti ekki heima í þessari deild og á þessu „leveli“. Það er bara ekki mitt að stjórna dómaramálum á Íslandi, kannski sem betur fer,“ sagði mjög ósáttur Kári. Finnur Ingi Stefánsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og fyrstu fréttir herma að um meiðsli á hásin sé að ræða. „Hann er bara upp á spítala núna. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin og við vonum bara það besta. Það er best að láta læknana úrskurða um þetta og vera ekki að geta of mikið í eyðurnar,“ sagði Kári að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnir náði loksins í sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið fékk Gróttu í heimsókn í Dalhús í botnslag í Olís deild karla í dag. 26. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
„Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik og 34 alls. Það er bara langt yfir því sem við höfum verið að fá á okkur í vetur og við náum bara engum takti í varnarleiknum. Svo er sóknarleikurinn ekkert sérstakur í seinni hálfleik þó að við skorum 31 mark. Við erum bara langt á eftir þeim í vörn og markvörslu,“ sagði Kári Garðarsson eftir 34-31 tap Gróttu gegn Fjölni í Olísdeild karla. Varnarleikurinn var lélegur og óhætt er að segja að slíkt megi líka segja um sóknarleikinn á ögurstundu. „Menn ætluðu að kvitta fyrir og komast í jafnan leik og reyna að stela sigrinum og þá gerast svona hlutir. Heilt yfir, erum við okkur sjálfum verstir í þessum leik. Fjölnir á þennan sigur svo sannarlega skilið.“ Blaðamaður minnist á þá staðreynd að það var allt að verða vitlaust hjá báðum liðum vegna dómgæslunnar. „Það er hárrétt, það var við það að sjóða upp úr og ekki að ástæðulausu. Mér fannst þetta vera á köflum algjör sirkus, ég verð að segja það alveg eins og er. Þetta dómarapar á að mínu viti ekki heima í þessari deild og á þessu „leveli“. Það er bara ekki mitt að stjórna dómaramálum á Íslandi, kannski sem betur fer,“ sagði mjög ósáttur Kári. Finnur Ingi Stefánsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og fyrstu fréttir herma að um meiðsli á hásin sé að ræða. „Hann er bara upp á spítala núna. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin og við vonum bara það besta. Það er best að láta læknana úrskurða um þetta og vera ekki að geta of mikið í eyðurnar,“ sagði Kári að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnir náði loksins í sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið fékk Gróttu í heimsókn í Dalhús í botnslag í Olís deild karla í dag. 26. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnir náði loksins í sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið fékk Gróttu í heimsókn í Dalhús í botnslag í Olís deild karla í dag. 26. nóvember 2017 19:30
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn