Reglulegt rafmagnsleysi í Skötufirði Aron Ingi Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2017 13:03 Ábúendur á bænum Hvítanesi í Skötufirði hafa fengið nóg af rafmagnsleysi sem reglulega lætur á sér kræla. "Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir sveitarstjórinn. Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar. Súðavíkurhreppur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar.
Súðavíkurhreppur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira