Helgi Hrafn: Alþingi þarf ekki framkvæmdavald til að berja sig til hlýðni Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2017 19:30 Stjórnarandstöðuna er farið að lengja eftir því að Alþingi komi saman en mjög naumur tími verður til að afgreiða fjárlög nýrrar ríkisstjórnar verði hún mynduð upp úr miðri næstu viku. Eftir að stjórnarsáttmáli hefur verið blessaður af stofnunum flokkanna á ný ríkisstjórn eftir að afgreiða frá sér fjárlagafrumvarp sem leggja verður fram í upphafi þings. Nú eru fjórar vikur liðnar frá alþingskosningum og enn ekki búið að mynda ríkisstjórn. En noikkrar líkur eru á að því verði lokið um miðja næstu viku. Það þýðir að þegar þing kemur saman kannski á bilinu 4. til 6. desember en þá eru aðeins þrjár vikur til jóla til að afgreiða fjárlagafrumvarpið. Stefnt hefur verið að því að þing komi saman þriðjudaginn 5. desember en það gæti dregist um nokkra daga þar til ný stjórn hefur afgreitt frá sér fjárlagafrumvarp. Það stefnir því í tímaþröng á Alþingi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir að ný stjórn verði að semja við stjórnarandstöðuna. „Ég held að það stefni í að það verði hér mikill sprettur ef menn ætla að klára fjárlagafrumvarp á réttum tíma. Stjórnarandstaðan hefur að sjálfsögðu ekki neitt verið látin vita um eitt eða neitt varðandi mögulegar breytingar á fjárlagafrumvarpi. Þannig að við bíðum bara spennt. En það er mikilvægt að menn hafi það í huga að ef afgreiða á fjárlagafrumvarp á þessum tíma sem okkur sýnist að verði lítill, þarf að ná um það samkomulagi við stjórnarandstöðuna,“ segir Gunnar Bragi. Helgi Hrafn Gunnarsson varaformaður þingflokks Pírata gagnrýnir að þing hafi ekki verið kallað saman. „Við erum að bíða eftir ríkisstjórn. Alþingi er að bíða eftir framkvæmdavaldinu til að Alþingi geti starfað. Mig langar svolítið til að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er í raun og veru klikkað ef maður pælir í því. Við erum löggjafarsamkoman og við eigum að getað starfað þótt nú sé starfsstjórn til staðar.“ Fjárlög eru venjulega afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi. En þingið kom saman hinn 6. desember í fyrra þótt ekki hafi þá verið búið að mynda meirihluta á þingi og komu flokkarnir sér saman um afgreiðslu fjárlaga. Nú liggur einnig að til viðbótar fyrir samkomulag flokkanna um að klára auk fjárlaga frumvarp um notendastýrða persónulega þjónustu. „Það kannski segir okkur að það þyrfti að ná meiri almennri sátt um fjárlagafrumvarp á hverjum tíma þegar það er lagt fram í september, október. Þannig að það sé kannski minni titringur verði breytingar á stjórnarfarinu eins og við sjáum núna,“ segir Gunnar Bragi. Og Helgi Hrafn að nú sitji starfsstjórn og vel hægt að funda á Alþingi. Þér finnst semsagt að það hefði átt að boða þing saman fyrr? „Mér finnst að Alþingi eigi að geta starfað þótt ekki sé búið að mynda nýja ríkisstjórn. Það er starfsstjórn til staðar. Það er alveg hægt að halda Alþingi gangandi þótt ekki sé framkvæmdavald til að berja Alþingi til hlýðni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Stjórnarandstöðuna er farið að lengja eftir því að Alþingi komi saman en mjög naumur tími verður til að afgreiða fjárlög nýrrar ríkisstjórnar verði hún mynduð upp úr miðri næstu viku. Eftir að stjórnarsáttmáli hefur verið blessaður af stofnunum flokkanna á ný ríkisstjórn eftir að afgreiða frá sér fjárlagafrumvarp sem leggja verður fram í upphafi þings. Nú eru fjórar vikur liðnar frá alþingskosningum og enn ekki búið að mynda ríkisstjórn. En noikkrar líkur eru á að því verði lokið um miðja næstu viku. Það þýðir að þegar þing kemur saman kannski á bilinu 4. til 6. desember en þá eru aðeins þrjár vikur til jóla til að afgreiða fjárlagafrumvarpið. Stefnt hefur verið að því að þing komi saman þriðjudaginn 5. desember en það gæti dregist um nokkra daga þar til ný stjórn hefur afgreitt frá sér fjárlagafrumvarp. Það stefnir því í tímaþröng á Alþingi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir að ný stjórn verði að semja við stjórnarandstöðuna. „Ég held að það stefni í að það verði hér mikill sprettur ef menn ætla að klára fjárlagafrumvarp á réttum tíma. Stjórnarandstaðan hefur að sjálfsögðu ekki neitt verið látin vita um eitt eða neitt varðandi mögulegar breytingar á fjárlagafrumvarpi. Þannig að við bíðum bara spennt. En það er mikilvægt að menn hafi það í huga að ef afgreiða á fjárlagafrumvarp á þessum tíma sem okkur sýnist að verði lítill, þarf að ná um það samkomulagi við stjórnarandstöðuna,“ segir Gunnar Bragi. Helgi Hrafn Gunnarsson varaformaður þingflokks Pírata gagnrýnir að þing hafi ekki verið kallað saman. „Við erum að bíða eftir ríkisstjórn. Alþingi er að bíða eftir framkvæmdavaldinu til að Alþingi geti starfað. Mig langar svolítið til að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er í raun og veru klikkað ef maður pælir í því. Við erum löggjafarsamkoman og við eigum að getað starfað þótt nú sé starfsstjórn til staðar.“ Fjárlög eru venjulega afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi. En þingið kom saman hinn 6. desember í fyrra þótt ekki hafi þá verið búið að mynda meirihluta á þingi og komu flokkarnir sér saman um afgreiðslu fjárlaga. Nú liggur einnig að til viðbótar fyrir samkomulag flokkanna um að klára auk fjárlaga frumvarp um notendastýrða persónulega þjónustu. „Það kannski segir okkur að það þyrfti að ná meiri almennri sátt um fjárlagafrumvarp á hverjum tíma þegar það er lagt fram í september, október. Þannig að það sé kannski minni titringur verði breytingar á stjórnarfarinu eins og við sjáum núna,“ segir Gunnar Bragi. Og Helgi Hrafn að nú sitji starfsstjórn og vel hægt að funda á Alþingi. Þér finnst semsagt að það hefði átt að boða þing saman fyrr? „Mér finnst að Alþingi eigi að geta starfað þótt ekki sé búið að mynda nýja ríkisstjórn. Það er starfsstjórn til staðar. Það er alveg hægt að halda Alþingi gangandi þótt ekki sé framkvæmdavald til að berja Alþingi til hlýðni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira