Hjalti Úrsus kemur syni sínum til varnar með heimildarmynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2017 15:30 Hjalti, ásamt syni sínum Árna. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi. Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi.
Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42
Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33