Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti