Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 08:30 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Vísir/AFP Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér. Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér.
Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira