Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Á þessari skýringarmynd sýna örvarnar hvert fólk á að stefna í skjól komi til eldgoss í Öræfajökli. Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík.
Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira