Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Á þessari skýringarmynd sýna örvarnar hvert fólk á að stefna í skjól komi til eldgoss í Öræfajökli. Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík.
Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira