Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 17:14 Ajit Pai stýrir Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna. vísir/Getty Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira