Pútín og Assad funduðu í Sochi Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 08:35 Þetta er í annað sinn sem Bashar al-Assad Sýrlandsforseti heimsækir Rússland frá því að stríðið braust út í Sýrlandi árið 2011. Vísir/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent