NBA: Kyrie Irving með 47 stig í sextánda sigri Boston í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Kyrie Irving fagnar í nótt. Vísir/Getty Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en að þessu sinni þurfti liðið framlengingu og stór leik frá Kyrie Irving til að landa sextánda sigrinum í röð. Þrenna Russell Westbrook dugði OKC ekki til sigurs en Cleveland Cavaliers vann sinn fimmta leik í röð og New York Knicks á til þess að Los Angeles Clippers liðið tapaði sínum níunda leik í röð.Kyrie Irving skoraði 10 af 47 stigum sínum í framlengingu í 110-102 endurkomusigri Boston Celtics á útivelli á móti Dallas Mavericks. Dallas var mest þrettán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en eins og oft áður í þessari sextán leikja sigurgöngu þá komu Boston menn til baka í lokin og tryggðu sér sigur. Þetta er orðið fjórða lengsta sigurgangan í sögu Boston Celtics. Það var Jayson Tatum sem tryggði Boston Celtics framlenginguna úr hraðaupphlaupi eftir að Kyrie Irving hafði stolið boltanum og gefið á hann. Kyrie Irving skoraði síðan fyrstu sex stig Boston í framlengingunni. Kyrie Irving hitti úr 16 af 22 skotum og 10 af 11 vítum. Hann setti niður 5 af 7 þriggja stiga skotum og gaf einnig 6 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 22 stig fyrir Boston og Jayson Tatum var með 15 stig og 9 fráköst. Harrison Barnes skoraði 31 stig fyrir Dallas.LeBron James skoraði 16 af 18 stigum sínum í fyrsta leikhluta og Cleveland Cavaliers var með ellefu þrista í fyrri hálfleik í laufléttum 116-88 sigri á Detroit Pistons. Þetta var fimmti sigurleikur Clevelands liðsins í röð og það er allt annað að sjá til liðsins nú en fyrir nokkrum vikum.Anthony Davis skoraði 36 stig og tók 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 114-107 sigur á Oklahoma City Thunder. Það dugði ekki Thunder að Russell Westbrook var með þrennu (22 stig, 16 fráköst og 12 stoðsendingar) eða að DeMarcus Cousins, annarri stórstjörnunni í liði Pelíkananna, var hent út úr húsi í þriðja leikhlutanum. New Orleans var þá fjórum stigum undir en átti frábæran endasprett.LaMarcus Aldridge var með 22 stig og 11 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 96-85 á Atlanta Hawks. Manu Ginobili skoraði 16 stig og Danny Green bætti við 14 stigum í fjórða sigri Spurs í síðustu fimm leikjum. Þá má líka minnast á frammistöðu Kyle Anderson sem er að leysa af hinn meidda Kawhi Leonard. Anderson var með 13 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst í nótt.Kristaps Porzingis var atkvæðamestur með 25 stig þegar New York Knicks vann 107-85 sigur á Los Angeles Clippers en þetta var níunda tap Clippers-liðsins í röð. Blake Griffin skoraði 21 stig fyrir Clippers en hitti illa (6 af 17) og endaði leikinn með sex villur.Victor Oladipo var með 29 stig, 9 fráköst og 7 stolna bolta þegar Indiana Pacers vann 105-97 útisigur á Orlando Magic en þetta var fjórði sigur Indiana liðsins í röð. Oladipo spilaði fyrstu þrjú tímabilin sín einmitt í Orlando. Bojan Bogdanovic var með 24 af 26 stigum sínum í seinni hálfleik.Dwight Howard var með 25 stig og 20 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 118-102 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var 49. 20-20 leikur Howard á ferlinum. Frank Kaminsky skoraði 9 af 24 stigum sínum í fjórða leikhluta.C. J. McCollum var með 24 stig og Damian Lillard skoraði 21 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-92 útisigur á Memphis Grizzlies en þetta var fimmta tap Memphis í röð. Noah Vonleh var með 18 fráköst og 11 stig fyrir Portland og Shabazz Napier skoraði 16 stig. Mario Chalmers skoraði 21 stig fyrir Grizzlies, Tyreke Evans gerði 20 stig og Spánverjinn Marc Gasol var með 19 stig og 12 fráköst.Nýliðinn Ben Simmons skoraði 27 stig og Joel Embiid var með 15 stig og 10 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann öruggan 107-86 sigur á Utah Jazz.Bradley Beal var með 23 stig í 99-88 sigri Washington Wizards á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo var líka með 23 stig en hitti aðeins úr 8 af 21 skoti sínu.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Denver Nuggets 98-114 Dallas Mavericks - Boston Celtics 102-110 (96-96) San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 96-85 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 92-100 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 88-99 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 114-107 New York Knicks - Los Angeles Clippers 107-85 Charlotte Hornets - Minnesota Timberwolves 118-102 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 88-116 Orlando Magic - Indiana Pacers 97-105 Philadelphia 76ers - Utah Jazz 107-86 NBA Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en að þessu sinni þurfti liðið framlengingu og stór leik frá Kyrie Irving til að landa sextánda sigrinum í röð. Þrenna Russell Westbrook dugði OKC ekki til sigurs en Cleveland Cavaliers vann sinn fimmta leik í röð og New York Knicks á til þess að Los Angeles Clippers liðið tapaði sínum níunda leik í röð.Kyrie Irving skoraði 10 af 47 stigum sínum í framlengingu í 110-102 endurkomusigri Boston Celtics á útivelli á móti Dallas Mavericks. Dallas var mest þrettán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en eins og oft áður í þessari sextán leikja sigurgöngu þá komu Boston menn til baka í lokin og tryggðu sér sigur. Þetta er orðið fjórða lengsta sigurgangan í sögu Boston Celtics. Það var Jayson Tatum sem tryggði Boston Celtics framlenginguna úr hraðaupphlaupi eftir að Kyrie Irving hafði stolið boltanum og gefið á hann. Kyrie Irving skoraði síðan fyrstu sex stig Boston í framlengingunni. Kyrie Irving hitti úr 16 af 22 skotum og 10 af 11 vítum. Hann setti niður 5 af 7 þriggja stiga skotum og gaf einnig 6 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 22 stig fyrir Boston og Jayson Tatum var með 15 stig og 9 fráköst. Harrison Barnes skoraði 31 stig fyrir Dallas.LeBron James skoraði 16 af 18 stigum sínum í fyrsta leikhluta og Cleveland Cavaliers var með ellefu þrista í fyrri hálfleik í laufléttum 116-88 sigri á Detroit Pistons. Þetta var fimmti sigurleikur Clevelands liðsins í röð og það er allt annað að sjá til liðsins nú en fyrir nokkrum vikum.Anthony Davis skoraði 36 stig og tók 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 114-107 sigur á Oklahoma City Thunder. Það dugði ekki Thunder að Russell Westbrook var með þrennu (22 stig, 16 fráköst og 12 stoðsendingar) eða að DeMarcus Cousins, annarri stórstjörnunni í liði Pelíkananna, var hent út úr húsi í þriðja leikhlutanum. New Orleans var þá fjórum stigum undir en átti frábæran endasprett.LaMarcus Aldridge var með 22 stig og 11 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 96-85 á Atlanta Hawks. Manu Ginobili skoraði 16 stig og Danny Green bætti við 14 stigum í fjórða sigri Spurs í síðustu fimm leikjum. Þá má líka minnast á frammistöðu Kyle Anderson sem er að leysa af hinn meidda Kawhi Leonard. Anderson var með 13 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst í nótt.Kristaps Porzingis var atkvæðamestur með 25 stig þegar New York Knicks vann 107-85 sigur á Los Angeles Clippers en þetta var níunda tap Clippers-liðsins í röð. Blake Griffin skoraði 21 stig fyrir Clippers en hitti illa (6 af 17) og endaði leikinn með sex villur.Victor Oladipo var með 29 stig, 9 fráköst og 7 stolna bolta þegar Indiana Pacers vann 105-97 útisigur á Orlando Magic en þetta var fjórði sigur Indiana liðsins í röð. Oladipo spilaði fyrstu þrjú tímabilin sín einmitt í Orlando. Bojan Bogdanovic var með 24 af 26 stigum sínum í seinni hálfleik.Dwight Howard var með 25 stig og 20 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 118-102 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var 49. 20-20 leikur Howard á ferlinum. Frank Kaminsky skoraði 9 af 24 stigum sínum í fjórða leikhluta.C. J. McCollum var með 24 stig og Damian Lillard skoraði 21 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-92 útisigur á Memphis Grizzlies en þetta var fimmta tap Memphis í röð. Noah Vonleh var með 18 fráköst og 11 stig fyrir Portland og Shabazz Napier skoraði 16 stig. Mario Chalmers skoraði 21 stig fyrir Grizzlies, Tyreke Evans gerði 20 stig og Spánverjinn Marc Gasol var með 19 stig og 12 fráköst.Nýliðinn Ben Simmons skoraði 27 stig og Joel Embiid var með 15 stig og 10 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann öruggan 107-86 sigur á Utah Jazz.Bradley Beal var með 23 stig í 99-88 sigri Washington Wizards á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo var líka með 23 stig en hitti aðeins úr 8 af 21 skoti sínu.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Denver Nuggets 98-114 Dallas Mavericks - Boston Celtics 102-110 (96-96) San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 96-85 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 92-100 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 88-99 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 114-107 New York Knicks - Los Angeles Clippers 107-85 Charlotte Hornets - Minnesota Timberwolves 118-102 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 88-116 Orlando Magic - Indiana Pacers 97-105 Philadelphia 76ers - Utah Jazz 107-86
NBA Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira