Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 14:32 Útflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum. vísir/stefán Gangi spá fyrir árið 2017 eftir munu útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 210-220 milljörðum króna, en það samsvarar ríflega 7 prósent samdrætti milli ára. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Á komandi ári er gert ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. Þar kemur fram að Ísland sitji í nítjánda sæti á heimsvísu yfir fiskveiðiþjóðir með um 1,2 prósent hlutdeild. Ísland hefur færst niður um nokkur sæti á undanförnum árum vegna aukinna umsvifa annarra þjóða í greininni. Heildarafli fyrstu níu mánaða ársins nemur 915 þúsund tonnum sem er um 64 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta skýrist einkum vegna aukinna loðnuveiða.Útflutningsverðmæti 20 prósent af vöru- og þjónustuútflutningiÚtflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum króna sem er tæpum 37 milljörðum, eða 14 prósent minna en árið á undan. Þessi útflutningsverðmæti nema 20 prósent af gjaldeyristekjum hagkerfisins af vöru- og þjónustuútflutningi. Þorskur var verðmætasta útflutningstegund ársins 2016 og námu útflutningsverðmæti hans 100 milljörðum króna, um 43 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða. Tekjur sjávarútvegsfélaga hér á landi árið 2016 námu 249 milljörðum og lækkuðu því um 31 milljarð á föstu verðlagi, eða um 11 prósent. EBITDA var 56 milljarðar á sama tíma og hefur framlegð þess lækkað um 4 prósentur, úr 26 í 22 prósent. Skuldastaða sjávarútvegsfélaganna hefur ekki verið lægri frá árinu 2008, en skuldir þeirra námu um 319 milljörðum.Gengi krónunnar styrkistFrá sumarbyrjun hefur gengi krónu lækkað um nærri 12 prósent miðað við viðskiptavegna körfu gjaldmiðla. Veikingin kemur í kjölfar 35 prósent styrkingar frá miðju ári 2015 til maíloka 2017. Það er spá Íslandsbanka að gengi krónu verði á svipuðum slóðum á komandi fjórðungum og það hefur að jafnaði verið það sem af er á þessu ári. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gangi spá fyrir árið 2017 eftir munu útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 210-220 milljörðum króna, en það samsvarar ríflega 7 prósent samdrætti milli ára. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Á komandi ári er gert ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. Þar kemur fram að Ísland sitji í nítjánda sæti á heimsvísu yfir fiskveiðiþjóðir með um 1,2 prósent hlutdeild. Ísland hefur færst niður um nokkur sæti á undanförnum árum vegna aukinna umsvifa annarra þjóða í greininni. Heildarafli fyrstu níu mánaða ársins nemur 915 þúsund tonnum sem er um 64 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta skýrist einkum vegna aukinna loðnuveiða.Útflutningsverðmæti 20 prósent af vöru- og þjónustuútflutningiÚtflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum króna sem er tæpum 37 milljörðum, eða 14 prósent minna en árið á undan. Þessi útflutningsverðmæti nema 20 prósent af gjaldeyristekjum hagkerfisins af vöru- og þjónustuútflutningi. Þorskur var verðmætasta útflutningstegund ársins 2016 og námu útflutningsverðmæti hans 100 milljörðum króna, um 43 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða. Tekjur sjávarútvegsfélaga hér á landi árið 2016 námu 249 milljörðum og lækkuðu því um 31 milljarð á föstu verðlagi, eða um 11 prósent. EBITDA var 56 milljarðar á sama tíma og hefur framlegð þess lækkað um 4 prósentur, úr 26 í 22 prósent. Skuldastaða sjávarútvegsfélaganna hefur ekki verið lægri frá árinu 2008, en skuldir þeirra námu um 319 milljörðum.Gengi krónunnar styrkistFrá sumarbyrjun hefur gengi krónu lækkað um nærri 12 prósent miðað við viðskiptavegna körfu gjaldmiðla. Veikingin kemur í kjölfar 35 prósent styrkingar frá miðju ári 2015 til maíloka 2017. Það er spá Íslandsbanka að gengi krónu verði á svipuðum slóðum á komandi fjórðungum og það hefur að jafnaði verið það sem af er á þessu ári.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira