„Það var ekki gert í neinu fússi“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:51 Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra. Visir/Vilhelm „Sumt gefur augaleið,“ sagði Jón Gunnarsson í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður hvort hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið embætti samgönguráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Jón gegndi því ráðherraembætti í fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Fregnir bárust af því fyrr í dag að Jón hefði gengið ósáttur út af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag, allt að því í fússi, en Jón sagði í Reykjavík síðdegis það ekki rétt. „Það var ekki gert í neinu fússi,“ sagði Jón sem tók fram að hann hefði átt ágætis samræður við sína flokksfélaga og allt rætt í mesta bróðerni. Hann hafi síðan beðið þá um að afsaka það að hann færi af fundi því hann hafi viljað heilsa upp á fjölskyldu sína til að fara yfir stöðuna með henni.Þakklæti efst í huga Hann sagðist þakklátur starfsfólki samgönguráðuneytisins sem hann fékk að stýra. Einnig sagðist hann þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk sem ráðherra og þakklátur fyrir þann árangur sem náð var á vettvangi samgöngumála í þá átta mánuði sem hann gegndi því embætti. „Við vorum með lengstu málaskrá allra ráðuneyta tilbúna fyrir þennan þingvetur,“ sagði Jón. Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna starfa sinna og sömuleiðis hefði hann fundið fyrir stuðningi út um allt land vegna starfa hans. „Ég stend sáttur upp frá borði en hefði vissulega viljað hafa tímann lengri eins og vera ber,“ sagði Jón.Styður ríkisstjórnina til góðra verka Hann sagðist ætla að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka og mun taka þátt í þingstörfum. Jón sagðist engar kröfur gera þegar hann var spurður hvort hann geri kröfu um að verða formaður samgöngunefndar Alþingis. Hann hafði bara gott að segja um eftirmann sinn, Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins. Þeir hafi náð ágætlega saman og ekki svo fjarlægir í skoðun. Sigurður væri góður maður og fái gott bú í veganesti. „Hann hefur tækifæri þarna til að ljúka mörgum góðum málum sem eru komin vel á leið.“ Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Sumt gefur augaleið,“ sagði Jón Gunnarsson í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður hvort hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið embætti samgönguráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Jón gegndi því ráðherraembætti í fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Fregnir bárust af því fyrr í dag að Jón hefði gengið ósáttur út af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag, allt að því í fússi, en Jón sagði í Reykjavík síðdegis það ekki rétt. „Það var ekki gert í neinu fússi,“ sagði Jón sem tók fram að hann hefði átt ágætis samræður við sína flokksfélaga og allt rætt í mesta bróðerni. Hann hafi síðan beðið þá um að afsaka það að hann færi af fundi því hann hafi viljað heilsa upp á fjölskyldu sína til að fara yfir stöðuna með henni.Þakklæti efst í huga Hann sagðist þakklátur starfsfólki samgönguráðuneytisins sem hann fékk að stýra. Einnig sagðist hann þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk sem ráðherra og þakklátur fyrir þann árangur sem náð var á vettvangi samgöngumála í þá átta mánuði sem hann gegndi því embætti. „Við vorum með lengstu málaskrá allra ráðuneyta tilbúna fyrir þennan þingvetur,“ sagði Jón. Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna starfa sinna og sömuleiðis hefði hann fundið fyrir stuðningi út um allt land vegna starfa hans. „Ég stend sáttur upp frá borði en hefði vissulega viljað hafa tímann lengri eins og vera ber,“ sagði Jón.Styður ríkisstjórnina til góðra verka Hann sagðist ætla að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka og mun taka þátt í þingstörfum. Jón sagðist engar kröfur gera þegar hann var spurður hvort hann geri kröfu um að verða formaður samgöngunefndar Alþingis. Hann hafði bara gott að segja um eftirmann sinn, Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins. Þeir hafi náð ágætlega saman og ekki svo fjarlægir í skoðun. Sigurður væri góður maður og fái gott bú í veganesti. „Hann hefur tækifæri þarna til að ljúka mörgum góðum málum sem eru komin vel á leið.“
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira