Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2017 02:29 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879 Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39
Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33