Er þetta ekki bara fínt? Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. desember 2017 07:00 Nýja ríkisstjórnin gerir mig svolítið ringlaðan í hausnum. Mér liggur við pólitísku aðsvifi. Fyrir viku sat ég í Silfrinu þar sem Björn Valur Gíslason og Ragnheiður Elín Árnadóttir voru saman í liði. Hvernig gerðist það? Af hverju missti ég? Hin svokallaða Æ-er-þetta-ekki-bara-fínt-stjórnin er tekin við. Það er allur vindur úr fólki. Það er enginn að nenna þessu siðvæðingardóti og hvað það nú heitir allt saman. ESB. Krónan. Kvótinn. Landbúnaðarkerfið. Stjórnarskráin. Spillingin. Það er enginn að fara að rífast um þetta núna. Núna ætlum við aðeins bara að fá að hafa það svoldið kósí hérna í smástund á eyjunni okkar.Snilldin ein Ok, gerum það. En maður er samt ringlaður. Af hverju voru allir svona reiðir hér í næstum áratug? Var ekki verið að henda eggjum og brenna jeppa og hvaðeina? Hver er niðurstaðan af því öllu saman? Þetta blasir svona við mér: Sjálfstæðisflokkurinn stendur svo ótrúlega mikið uppi með pálmann í höndunum að maður getur eiginlega ekki annað en fórnað höndum og sett upp þann mesta WTF?! svip sem maður mögulega kann. Bjarni Ben er svo mikið brosandi á öllum myndum að hann er eiginlega hlæjandi. Hann bjóst ekki við þessu. Hvílík snilld. Áttatíu prósent stuðningur við nýja ríkisstjórn og allir glaðir. Enginn að rífast. Vinstrið sundrað. ESB-sinnar í sárum. Og flokkurinn kominn með heilbrigðisvottorð frá sjálfri Kötu Jak.Hugsað upphátt Hvað getur farið úrskeiðis? Hvað getur gert það að verkum að þessi ríkisstjórn springur? Vissulega má ímynda sér hefðbundnar atburðarásir eins og að fjárlög standi ekki undir væntingum eða VG splundri sér í innanflokkserjum. Hér eru líka nokkrar kringumstæður sem gætu komið upp og leiddu kannski til atburðarásar sem felldi ríkisstjórnina. Nú er ég bara að ímynda mér eitthvað út í loftið: 1) Bjarni fattar að hann á hundrað milljónir á eyju sem hann var búinn að gleyma. 2) Pabbi hans Bjarna fær óvart afhent ríkisfyrirtæki. 3) Pabbi hans Bjarna reynist óvart flæktur í alþjóðlegt peningaþvætti. 4) Sigríður Andersen leynir smá upplýsingum. 5) Brynjar Níelsson segir eitthvað um konur. 6) Ásmundur Einar mætir í þingið með derhúfu merkta Kaupfélagi Skagfirðinga. 7) Ásmundur Einar fer í flugvél. 8) Jón Gunnarsson segir eitthvað um virkjanir. 9) Ási Friðriks segir eitthvað um útlendinga. En allt er þetta mjög ólíklegt.Ný staða Ég er viss um að djúpt þenkjandi aðilar í flokkunum eru búnir að átta sig á því að eina leiðin til þess að þetta gangi er að vissir menn haldi aftur af sér í fjögur ár. Þeir verða beinlínis að haga sér eins og englabossar. Ekki segja múkk. Annars er þetta búið. Ég þori að veðja að það eru haldnir reglulegir fundir eins og í AA, einhvers staðar í bakhúsi, þar sem þessir menn er látnir sitja í hring, kreista litla gúmmíbolta og tala út um langanir sínar til þess að sleppa skrímslinu lausu. Bara smá. Kannski tekst það. Þó svo þessi ríkisstjórn endurspegli ekki beinlínis mínar hugsjónir, þá óska ég henni velfarnaðar. Ef henni tekst að byggja upp innviðina, loksins, þá er það alla vega fínt. En svo er það hitt sem mér finnst ekki síður áhugavert: Er sýnin um aðeins opnara þjóðfélag, annan, traustari gjaldmiðil, betri stjórnarskrá og alls kyns aðrar framsæknar umbætur dáin? Eða ætlar áhugafólk um þær hugsjónir, hin frjálslyndu öfl, að nýta tækifærið nú þegar íhaldsstjórn ræður ríkjum og endurskipuleggja sig? Væri það ekki sniðugt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Nýja ríkisstjórnin gerir mig svolítið ringlaðan í hausnum. Mér liggur við pólitísku aðsvifi. Fyrir viku sat ég í Silfrinu þar sem Björn Valur Gíslason og Ragnheiður Elín Árnadóttir voru saman í liði. Hvernig gerðist það? Af hverju missti ég? Hin svokallaða Æ-er-þetta-ekki-bara-fínt-stjórnin er tekin við. Það er allur vindur úr fólki. Það er enginn að nenna þessu siðvæðingardóti og hvað það nú heitir allt saman. ESB. Krónan. Kvótinn. Landbúnaðarkerfið. Stjórnarskráin. Spillingin. Það er enginn að fara að rífast um þetta núna. Núna ætlum við aðeins bara að fá að hafa það svoldið kósí hérna í smástund á eyjunni okkar.Snilldin ein Ok, gerum það. En maður er samt ringlaður. Af hverju voru allir svona reiðir hér í næstum áratug? Var ekki verið að henda eggjum og brenna jeppa og hvaðeina? Hver er niðurstaðan af því öllu saman? Þetta blasir svona við mér: Sjálfstæðisflokkurinn stendur svo ótrúlega mikið uppi með pálmann í höndunum að maður getur eiginlega ekki annað en fórnað höndum og sett upp þann mesta WTF?! svip sem maður mögulega kann. Bjarni Ben er svo mikið brosandi á öllum myndum að hann er eiginlega hlæjandi. Hann bjóst ekki við þessu. Hvílík snilld. Áttatíu prósent stuðningur við nýja ríkisstjórn og allir glaðir. Enginn að rífast. Vinstrið sundrað. ESB-sinnar í sárum. Og flokkurinn kominn með heilbrigðisvottorð frá sjálfri Kötu Jak.Hugsað upphátt Hvað getur farið úrskeiðis? Hvað getur gert það að verkum að þessi ríkisstjórn springur? Vissulega má ímynda sér hefðbundnar atburðarásir eins og að fjárlög standi ekki undir væntingum eða VG splundri sér í innanflokkserjum. Hér eru líka nokkrar kringumstæður sem gætu komið upp og leiddu kannski til atburðarásar sem felldi ríkisstjórnina. Nú er ég bara að ímynda mér eitthvað út í loftið: 1) Bjarni fattar að hann á hundrað milljónir á eyju sem hann var búinn að gleyma. 2) Pabbi hans Bjarna fær óvart afhent ríkisfyrirtæki. 3) Pabbi hans Bjarna reynist óvart flæktur í alþjóðlegt peningaþvætti. 4) Sigríður Andersen leynir smá upplýsingum. 5) Brynjar Níelsson segir eitthvað um konur. 6) Ásmundur Einar mætir í þingið með derhúfu merkta Kaupfélagi Skagfirðinga. 7) Ásmundur Einar fer í flugvél. 8) Jón Gunnarsson segir eitthvað um virkjanir. 9) Ási Friðriks segir eitthvað um útlendinga. En allt er þetta mjög ólíklegt.Ný staða Ég er viss um að djúpt þenkjandi aðilar í flokkunum eru búnir að átta sig á því að eina leiðin til þess að þetta gangi er að vissir menn haldi aftur af sér í fjögur ár. Þeir verða beinlínis að haga sér eins og englabossar. Ekki segja múkk. Annars er þetta búið. Ég þori að veðja að það eru haldnir reglulegir fundir eins og í AA, einhvers staðar í bakhúsi, þar sem þessir menn er látnir sitja í hring, kreista litla gúmmíbolta og tala út um langanir sínar til þess að sleppa skrímslinu lausu. Bara smá. Kannski tekst það. Þó svo þessi ríkisstjórn endurspegli ekki beinlínis mínar hugsjónir, þá óska ég henni velfarnaðar. Ef henni tekst að byggja upp innviðina, loksins, þá er það alla vega fínt. En svo er það hitt sem mér finnst ekki síður áhugavert: Er sýnin um aðeins opnara þjóðfélag, annan, traustari gjaldmiðil, betri stjórnarskrá og alls kyns aðrar framsæknar umbætur dáin? Eða ætlar áhugafólk um þær hugsjónir, hin frjálslyndu öfl, að nýta tækifærið nú þegar íhaldsstjórn ræður ríkjum og endurskipuleggja sig? Væri það ekki sniðugt?