Árleg útgjöld ríkissjóðs gætu aukist um 32 milljarða Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 16:49 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins SA Samtök atvinnulífsins segja að ef öll fyrirheit stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar verði að veruleika megi búast við 32 milljarða árlegri aukningu útgjalda og 55 milljarða aukningu fjárfestinga- og einskiptisgjalda þegar allt er talið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann furðaði sig á útreikningum sem birtust frá SA í gær og Vísir greindi frá þar sem fram kom að opinber útgjöld gætu orðið allt að 87,9 milljarðar króna á ársgrundvelli. Í frétt sinni gagnrýnir SA að loforð séu ekki tímasett né kostnaðarmetin í sáttmálanum. Það sé galli. Aukinheldur segir þar að nú sé ekki skynsamlegur tímapunktur til að auka verulega útgjöld ríkissjóðs. Nær væri að halda áfram að lækka skuldir. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Íslenska ríkið greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti. Samtök atvinnulífsins hafa lengið kallað eftir aðhaldi í rekstri ríkisins og lýst áhyggjum af mikilli aukningu ríkisútgjalda,“ segir þar.Þensla vegna aukinna ríkisútgjalda Tekið er fram að enginn vafi sé á því að fjárfestingarþörf sé rík. „Augljóst er þó að ekki verður hafist handa við öll verkefnin á sama tíma og að þau munu ekki öll standa yfir allt kjörtímabilið. En SA leggja áherslu á að mikilvægt er að ganga hægt um gleðinnar dyr og hafa borð fyrir báru. SA hafa varað við miklum útgjaldavexti í núgildandi fjármálaáætlun og ítrekað nauðsyn þess að greiða niður skuldir, lækka vaxtakostnað ríkissjóðs og búa í haginn til að geta tekist á við tímabil þegar þrengir að.“ Að lokum kemur fram að þótt vel hafi gengið á þessu ári og tekjur ríkissjóðs reynst meiri en ætlað var sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að útgjaldaaukning ríkisins ýti undir þenslu. Með því gæti launaskrið aukist og erfitt reynst að halda aftur af launakröfum og hækkunum á atvinnumarkaði, á markaði hins opinbera og hins almenna. „Afleiðingarnar geta orðið þær sem við þekkjum svo vel, enda er hagsaga Íslands uppfull af dæmum um að við höfum farið fram úr okkur í uppsveiflum.“ Tengdar fréttir Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Samtök atvinnulífsins benda á að verði öll fyrirheit nýs stjórnarsáttmála uppfyllt muni ríkisútgjöld hækka um 90 milljarða á ársgrundvelli. 7. desember 2017 14:58 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að ef öll fyrirheit stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar verði að veruleika megi búast við 32 milljarða árlegri aukningu útgjalda og 55 milljarða aukningu fjárfestinga- og einskiptisgjalda þegar allt er talið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann furðaði sig á útreikningum sem birtust frá SA í gær og Vísir greindi frá þar sem fram kom að opinber útgjöld gætu orðið allt að 87,9 milljarðar króna á ársgrundvelli. Í frétt sinni gagnrýnir SA að loforð séu ekki tímasett né kostnaðarmetin í sáttmálanum. Það sé galli. Aukinheldur segir þar að nú sé ekki skynsamlegur tímapunktur til að auka verulega útgjöld ríkissjóðs. Nær væri að halda áfram að lækka skuldir. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Íslenska ríkið greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti. Samtök atvinnulífsins hafa lengið kallað eftir aðhaldi í rekstri ríkisins og lýst áhyggjum af mikilli aukningu ríkisútgjalda,“ segir þar.Þensla vegna aukinna ríkisútgjalda Tekið er fram að enginn vafi sé á því að fjárfestingarþörf sé rík. „Augljóst er þó að ekki verður hafist handa við öll verkefnin á sama tíma og að þau munu ekki öll standa yfir allt kjörtímabilið. En SA leggja áherslu á að mikilvægt er að ganga hægt um gleðinnar dyr og hafa borð fyrir báru. SA hafa varað við miklum útgjaldavexti í núgildandi fjármálaáætlun og ítrekað nauðsyn þess að greiða niður skuldir, lækka vaxtakostnað ríkissjóðs og búa í haginn til að geta tekist á við tímabil þegar þrengir að.“ Að lokum kemur fram að þótt vel hafi gengið á þessu ári og tekjur ríkissjóðs reynst meiri en ætlað var sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að útgjaldaaukning ríkisins ýti undir þenslu. Með því gæti launaskrið aukist og erfitt reynst að halda aftur af launakröfum og hækkunum á atvinnumarkaði, á markaði hins opinbera og hins almenna. „Afleiðingarnar geta orðið þær sem við þekkjum svo vel, enda er hagsaga Íslands uppfull af dæmum um að við höfum farið fram úr okkur í uppsveiflum.“
Tengdar fréttir Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Samtök atvinnulífsins benda á að verði öll fyrirheit nýs stjórnarsáttmála uppfyllt muni ríkisútgjöld hækka um 90 milljarða á ársgrundvelli. 7. desember 2017 14:58 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Samtök atvinnulífsins benda á að verði öll fyrirheit nýs stjórnarsáttmála uppfyllt muni ríkisútgjöld hækka um 90 milljarða á ársgrundvelli. 7. desember 2017 14:58