Með jólin alls staðar Elín Albertsdóttir skrifar 8. desember 2017 16:15 Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona skreytir þessa fallegu jólaljósakrónu á mismunandi hátt. MYNDIR/ERNIR Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona og tónlistarkennari, segist taka jólin alla leið. Hún skreytir húsið hátt og lágt, ekkert herbergi verður út undan. Svo syngur hún inn jólin á mörgum jólatónleikum. Guðrún Árný á mörg uppáhaldsjólalög. Guðrún Árný segist ekki þekkja neinn sem sé álíka mikið jólabarn og hún sjálf. „Ég er allt árið að undirbúa jólagjafir, föndra og sauma. Yfirleitt sauma ég eða prjóna barnaföt og geri myndabækur með góðum minningum. Ég sauma líka jólaföt á börnin mín svo það er alltaf eitthvað í gangi,“ segir hún. Í stofunni er stór ljósakróna sem Guðrún Árný skreytir aldrei eins. „Mér finnst svo gaman að prófa eitthvað nýtt, nota greni og hvít ljós og bæti svo öðrum litum við eftir því í hvernig stuði ég er,“ segir hún. „Mér finnst svo gaman að lýsa upp skammdegið, kveiki á mörgum kertum og hef kósí.“ Guðrún Árný er fyrir löngu byrjuð að pakka inn jólagjöfunum en hún býr til margar þeirra. Hún bæði prjónar og saumar eða föndrar. Mikil listakona. Syngur inn jólin Guðrún setur upp alls konar jólaskraut, lítið og stærra. Hún byrjar að pakka inn snemma, enda er desember annasamur hjá henni vegna tónleikahalds. „Ég byrja snemma í nóvember að undirbúa jólin, baka, pakka inn og skreyta. Ég vil vera búin að þessu öllu þegar aðventan byrjar.“ Guðrún Árný er alltaf við flygilinn á Grand hóteli um helgar. Þá syngur hún á tónleikum með öðrum tónlistarmönnum. Hennar eigin jólatónleikar verða 2. desember á Akureyri, 5. desember í Lindakirkju í Kópavogi, 13. desember í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og 17. desember í Stykkishólmi. „Það verða líka fullt af litlum jólaveislum hjá fyrirtækjum þar sem ég mun syngja svo það verður nóg að gera hjá mér,“ segir söngkonan. Það er jólalegt að líta út um stofugluggann. Steinasteik á jólum Sonur hennar leikur á píanó og það er oft kátt í húsinu. Sjálf leikur Guðrún Árný oft á píanó heima og þá geta allir sungið jólalögin saman. „Á jólunum erum við alltaf með jólamat sem allir elda sjálfir á heitum steini, það eru rjúpur, gæs, naut og humar. Guðrún Árný er með vinnuherbergi með saumavél í öðru horninu og stúdíó í hinu. Hver og einn steikir sína bita og allir sitja rólegir við borðið því þetta er svo gaman. Strákarnir mínir eru 9 og 12 ára og dóttirin á öðru ári. Ég man hvað manni fannst fullorðna fólkið lengi að borða á aðfangadag þegar ég var barn. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að hafa eitthvað skemmtilegt á borðum.“ Guðrún Árný segist vera mikið fyrir alls kyns tilbreytingu. „Ég skreyti mikið um páskana og á hrekkjavökunni. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Þótt ég hafi ekki mikinn tíma þá reyni ég alltaf að gefa mér hann til að skreyta. Ég set líka upp listaverk frá börnunum. Svo geri ég dagatal úr gömlum gallabuxum. Strákarnir mínir vilja bara þannig dagatal fyrir jólin. Í vasana set ég ýmsar staðreyndir um þá og minningar sem þeim finnst gaman að lesa. Ég er mjög umhverfissinnuð, geri við föt svo hægt sé að nota þau lengur og finnst alveg ferlegt að fá svona mikið af plastumbúðum úti í búð,“ segir Guðrún Árný og bætir við að þetta sé uppáhaldstíminn hennar. „Ég elska jólatónlist, hún er svo kærleiksrík og ég á mörg uppáhaldsjólalög.“ Kveikt á kertum en söngkonan vill hafa kósí í kringum sig í skammdeginu. Jólin eru alls staðar. Guðrún Árný gerði þetta jóladagatal úr gömlum gallabuxum. Hún setur miða með hrósi í hvern vasa. Föndur Jólalög Jólaskraut Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona og tónlistarkennari, segist taka jólin alla leið. Hún skreytir húsið hátt og lágt, ekkert herbergi verður út undan. Svo syngur hún inn jólin á mörgum jólatónleikum. Guðrún Árný á mörg uppáhaldsjólalög. Guðrún Árný segist ekki þekkja neinn sem sé álíka mikið jólabarn og hún sjálf. „Ég er allt árið að undirbúa jólagjafir, föndra og sauma. Yfirleitt sauma ég eða prjóna barnaföt og geri myndabækur með góðum minningum. Ég sauma líka jólaföt á börnin mín svo það er alltaf eitthvað í gangi,“ segir hún. Í stofunni er stór ljósakróna sem Guðrún Árný skreytir aldrei eins. „Mér finnst svo gaman að prófa eitthvað nýtt, nota greni og hvít ljós og bæti svo öðrum litum við eftir því í hvernig stuði ég er,“ segir hún. „Mér finnst svo gaman að lýsa upp skammdegið, kveiki á mörgum kertum og hef kósí.“ Guðrún Árný er fyrir löngu byrjuð að pakka inn jólagjöfunum en hún býr til margar þeirra. Hún bæði prjónar og saumar eða föndrar. Mikil listakona. Syngur inn jólin Guðrún setur upp alls konar jólaskraut, lítið og stærra. Hún byrjar að pakka inn snemma, enda er desember annasamur hjá henni vegna tónleikahalds. „Ég byrja snemma í nóvember að undirbúa jólin, baka, pakka inn og skreyta. Ég vil vera búin að þessu öllu þegar aðventan byrjar.“ Guðrún Árný er alltaf við flygilinn á Grand hóteli um helgar. Þá syngur hún á tónleikum með öðrum tónlistarmönnum. Hennar eigin jólatónleikar verða 2. desember á Akureyri, 5. desember í Lindakirkju í Kópavogi, 13. desember í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og 17. desember í Stykkishólmi. „Það verða líka fullt af litlum jólaveislum hjá fyrirtækjum þar sem ég mun syngja svo það verður nóg að gera hjá mér,“ segir söngkonan. Það er jólalegt að líta út um stofugluggann. Steinasteik á jólum Sonur hennar leikur á píanó og það er oft kátt í húsinu. Sjálf leikur Guðrún Árný oft á píanó heima og þá geta allir sungið jólalögin saman. „Á jólunum erum við alltaf með jólamat sem allir elda sjálfir á heitum steini, það eru rjúpur, gæs, naut og humar. Guðrún Árný er með vinnuherbergi með saumavél í öðru horninu og stúdíó í hinu. Hver og einn steikir sína bita og allir sitja rólegir við borðið því þetta er svo gaman. Strákarnir mínir eru 9 og 12 ára og dóttirin á öðru ári. Ég man hvað manni fannst fullorðna fólkið lengi að borða á aðfangadag þegar ég var barn. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að hafa eitthvað skemmtilegt á borðum.“ Guðrún Árný segist vera mikið fyrir alls kyns tilbreytingu. „Ég skreyti mikið um páskana og á hrekkjavökunni. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Þótt ég hafi ekki mikinn tíma þá reyni ég alltaf að gefa mér hann til að skreyta. Ég set líka upp listaverk frá börnunum. Svo geri ég dagatal úr gömlum gallabuxum. Strákarnir mínir vilja bara þannig dagatal fyrir jólin. Í vasana set ég ýmsar staðreyndir um þá og minningar sem þeim finnst gaman að lesa. Ég er mjög umhverfissinnuð, geri við föt svo hægt sé að nota þau lengur og finnst alveg ferlegt að fá svona mikið af plastumbúðum úti í búð,“ segir Guðrún Árný og bætir við að þetta sé uppáhaldstíminn hennar. „Ég elska jólatónlist, hún er svo kærleiksrík og ég á mörg uppáhaldsjólalög.“ Kveikt á kertum en söngkonan vill hafa kósí í kringum sig í skammdeginu. Jólin eru alls staðar. Guðrún Árný gerði þetta jóladagatal úr gömlum gallabuxum. Hún setur miða með hrósi í hvern vasa.
Föndur Jólalög Jólaskraut Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira