Icelandair Hótel Vík stækkar við sig: „Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 12:17 Drög að viðbyggingunni. Hún verður í austurhluta hússins. Icelandair hótel vík „Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira