Jafnrétti einkennir frumkvöðlasenuna á Íslandi Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 10:40 Hekla Arnardóttir (t.v.) segir jafnrétti einkenna senuna. Með henni eru Helga Valfells og Jenný Rut Hrafnsdóttir. Saman stofnuðu þær Crowberry Capital. vísir/anton brink Bandaríska tímaritið Wired fjallaði nýlega um frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á Íslandi. Þar segir að frumkvöðlar hér á landi búi við góð skilyrði til þess að stofna og reka fyrirtæki. Í greininni er Íslandi lýst sem fámennu landi þar sem dýrt er að búa og ströng lög ríkja um fjárfestingar. Hér hafi orðið efnahagshrun árið 2008 en í kjölfarið hafi skapast tækifæri til nýsköpunar. „Það opnaði glænýja veröld,“ segir í greininni. Árið 2015 náðu fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hámarki en áhuginn var gífurlegur og námu fjárfestingar 150 milljónum punda – 21,3 milljarði króna tæplega. Greinin bendir á að árangurinn megi rekja til fyrirtækja sem hafa gert það gott á erlendum markaði og er CCP þar tekið sem dæmi. Að lokum er tekið stutt viðtal við Heklu Arnardóttur hjá fjárfestingarfélaginu Crowberry Capital. Crowberry er stjórnað af þremur konum sem er ekki algengt í fjárfestingargeiranum. „Það var aldrei ætlunin að vera kvennafyrirtæki,“ segir Hekla og bætir við að hér á landi hafi skapast góðar aðstæður fyrir konur innan fyrirtækja. „Á Íslandi er að finna fjölda nýsköpunarfyrirtækja sem stjórnað er af konum. Það ríkir jafnrétti hér á landi og við lítum aldrei á það sem vandamál að vera konur.“ Að lokum bendir greinin á fimm fyrirtæki sem allir ættu að fylgjast með í náinni framtíð. Þau eru:MenigaMeniga sér um heimilisfjármálalausnir og hefur farið í útrás með samstarfi við fjölmarga erlenda banka. Fyrirtækið var stofnað árið 2013 af Ásgeiri Erni Ásgeirssyni, Viggó Ásgeirssyni og Georg Lúðvíkssyni.ViskaÞekkingarleikur í gervigreind (e. artificial intelligence) sem fram fer í snjallsímum. Stofnað árið 2017 af Stefaníu Ólafsdóttur, Árna Hermanni Reynissyni og Völu Halldórsdóttur.Sólfar StudiosFyrirtæki sem sérhæfir sig í framkvæmd sýndarveruleika (e. virtual reality). Stofnað árið 2014 af Kjartani Pierre Emilssyni, Reyni Harðarsyni og Þór Gunnarssyni.Platome BiotechnologySérhæfir sig í ræktun frumna á rannsóknarstofum. Stofnað árið 2016 af Söndru Mjöll Jónsdóttur-Buch og Ólafi Eysteini Sigurjónssyni.Activity StreamGerir fyrirtækjum kleift að nota gervigreind til að bæta þjónustu og rekstur. Stofnað árið 2013 af Einari Sævarssyni og Stefáni Baxter. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Bandaríska tímaritið Wired fjallaði nýlega um frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á Íslandi. Þar segir að frumkvöðlar hér á landi búi við góð skilyrði til þess að stofna og reka fyrirtæki. Í greininni er Íslandi lýst sem fámennu landi þar sem dýrt er að búa og ströng lög ríkja um fjárfestingar. Hér hafi orðið efnahagshrun árið 2008 en í kjölfarið hafi skapast tækifæri til nýsköpunar. „Það opnaði glænýja veröld,“ segir í greininni. Árið 2015 náðu fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hámarki en áhuginn var gífurlegur og námu fjárfestingar 150 milljónum punda – 21,3 milljarði króna tæplega. Greinin bendir á að árangurinn megi rekja til fyrirtækja sem hafa gert það gott á erlendum markaði og er CCP þar tekið sem dæmi. Að lokum er tekið stutt viðtal við Heklu Arnardóttur hjá fjárfestingarfélaginu Crowberry Capital. Crowberry er stjórnað af þremur konum sem er ekki algengt í fjárfestingargeiranum. „Það var aldrei ætlunin að vera kvennafyrirtæki,“ segir Hekla og bætir við að hér á landi hafi skapast góðar aðstæður fyrir konur innan fyrirtækja. „Á Íslandi er að finna fjölda nýsköpunarfyrirtækja sem stjórnað er af konum. Það ríkir jafnrétti hér á landi og við lítum aldrei á það sem vandamál að vera konur.“ Að lokum bendir greinin á fimm fyrirtæki sem allir ættu að fylgjast með í náinni framtíð. Þau eru:MenigaMeniga sér um heimilisfjármálalausnir og hefur farið í útrás með samstarfi við fjölmarga erlenda banka. Fyrirtækið var stofnað árið 2013 af Ásgeiri Erni Ásgeirssyni, Viggó Ásgeirssyni og Georg Lúðvíkssyni.ViskaÞekkingarleikur í gervigreind (e. artificial intelligence) sem fram fer í snjallsímum. Stofnað árið 2017 af Stefaníu Ólafsdóttur, Árna Hermanni Reynissyni og Völu Halldórsdóttur.Sólfar StudiosFyrirtæki sem sérhæfir sig í framkvæmd sýndarveruleika (e. virtual reality). Stofnað árið 2014 af Kjartani Pierre Emilssyni, Reyni Harðarsyni og Þór Gunnarssyni.Platome BiotechnologySérhæfir sig í ræktun frumna á rannsóknarstofum. Stofnað árið 2016 af Söndru Mjöll Jónsdóttur-Buch og Ólafi Eysteini Sigurjónssyni.Activity StreamGerir fyrirtækjum kleift að nota gervigreind til að bæta þjónustu og rekstur. Stofnað árið 2013 af Einari Sævarssyni og Stefáni Baxter.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira