Rússar segja markmiðinu náð í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 16:48 Rússneskum herflugvélum flogið yfir Sýrlandi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira