Tugir þúsunda stefna á HM í Rússlandi Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2017 10:30 Fleiri karlar sögðust ætla að fara til Rússlands en konur. Vísir/Garðar Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira