Tugir þúsunda stefna á HM í Rússlandi Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2017 10:30 Fleiri karlar sögðust ætla að fara til Rússlands en konur. Vísir/Garðar Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira