„Enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum“ Guðný Hrönn skrifar 6. desember 2017 10:15 Óskari Steini Ómarssyni var nokkuð brugðið þegar hann hlustaði á texta lagsins Giftur leiknum af nýrri plötu Herra Hnetusmjörs. vísir/stefán Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“ Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira
Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“
Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira