Kaldi sker sig frá öðrum brugghúsum með tugmilljóna hagnaði Haraldur Guðmundsson skrifar 6. desember 2017 08:00 Bjórum frá íslenskum örbrugghúsum hér á landi hefur fjölgað síðustu ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir/Vilhelm Helmingur rótgrónu íslensku örbrugghúsanna er rekinn með tapi og hafa sum þeirra aldrei skilað jákvæðri afkomu. Öll brugghúsin sex eiga þó sameiginlegt að hafa sprottið upp á árunum eftir hrun fyrir utan Bruggsmiðjuna Kalda á Ársskógssandi sem sker sig einnig úr í afkomu. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og er að stærstum hluta í eigu Birgis Inga Guðmundssonar og hjónanna Agnesar Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Kalda, og Ólafs Þrastar Ólafssonar. Agnes Anna sagði í samtali við Markaðinn í júní síðastliðnum að brugghúsið væri sprungið. Stærð þess komi í veg fyrir að hægt sé að framleiða meira en tekjur Kalda í fyrra jukust um 11,4 prósent milli ára og námu 436 milljónum. Fyrirtækið var þá rekið með 45 milljóna hagnaði samanborið við 27 milljónir árið 2015.Fækkaði flöskubjórum Örbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Vörusala fyrirtækisins í fyrra nam 53 milljónum og jókst um átta milljónir milli ára. Brugghúsið tapaði 2,3 milljónum í fyrra samanborið við 12,7 milljónir árið 2015. Rekstrartapið fyrir fjármunatekjur og gjöld lækkaði þá aftur á móti úr 11,6 milljónum í 734 þúsund. Eignir Gæðings voru þá metnar á 30,5 milljónir en skuldirnar námu 63 milljónum. Árni Hafstað, eigandi Gæðings, dró í byrjun árs úr framleiðslu fyrirtækisins og kynnti að hann myndi einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur en hann á Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Í dag eru tveir bjórar frá Gæðingi fáanlegir í Vínbúðum ÁTVR en áður mátti þar finna sex tegundir auk árstíðabundinna vara. Ölvisholt í Flóahreppi framleiðir bjór á borð við Skjálfta, Lava og Freyju og seldi vörur fyrir 74 milljónir í fyrra. Það ár skilaði félagið Ölvisholt ehf. rekstrarhagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði upp á 508 þúsund krónur. Tap ársins nam aftur á móti 6,6 milljónum króna. Brugghúsið er nú rekið á sinni þriðju kennitölu frá stofnun árið 2009 og er eigendasaga þess nokkuð löng. Stjórnarformaðurinn Jörundur Jörundsson fór í febrúar í fyrra fyrir kaupendahópi sem eignaðist fyrirtækið og færði reksturinn yfir á Ölvisholt ehf. Fyrrverandi eigendur þess, þeirra stærstur heildverslunin Karl K. Karlsson, eru enn hluthafar í félaginu ÖB Brugghús ehf. sem keypti reksturinn, bruggtækin og önnur tól, árið 2011 eftir að Ölvisholt Brugghús ehf. fór í þrot. ÖB brugghús skilaði síðast ársreikningi fyrir 2014 og var eigið fé þess þá neikvætt um 15 milljónir króna. Einkahlutafélagið Eldborg ehf. keypti aftur á móti 83,3 prósenta hlut í brugghúsinu í árslok 2014 í hlutafjáraukningu sem ráðist var í vegna tapreksturs bjórframleiðandans. Félag í eigu Byggðastofnunar, þrettán sveitarfélaga og tveggja lífeyrissjóða, hafði þá verið í hluthafahópi Ölvisholts.Tap ár eftir ár Tveir bjórar úr vöruúrvali Steðja í Borgarfirði hafa vakið heimsathygli enda þeir innihaldið annars vegar þara og hins vegar hvalamjöl eða taðreykt hvalaeistu. Eigandinn Dagbjartur Arilíusson hefur í viðtölum í erlendum fjölmiðlum þurft að svara gagnrýni dýraverndunarsinna og sagðist í fyrra íhuga kaup á Ölgerðinni. Hann stofnaði Steðja haustið 2012 en það er rekið á samnefndum bæ í Borgarfirði. Brugghús Steðja ehf. hefur líkt og Ölvisholt og Gæðingur aldrei skilað hagnaði á ársgrundvelli. Það skilaði 10,5 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við neikvæða afkomu upp á 20,5 milljónir árið 2015. Tekjur fyrirtækisins námu 19,9 milljónum og drógust saman um rétt rúmar þrjár milljónir milli ára. Það skuldaði í árslok 2016 alls 68,5 milljónir en eignirnar voru þá metnar á fjórtán milljónir. Bjórar annarra tveggja rótgróinna örbrugghúsa eru í dag bruggaðir hjá stóru áfengisframleiðendunum tveimur. Einstök framleiðir sína bjóra hjá Vífilfelli á Akureyri og Borg brugghús er innan vébanda Ölgerðarinnar. Það þýðir þó ekki að örbrugghúsin séu þar með upptalin því fjöldi minni örbrugghúsa bruggar fyrir ÁTVR eða einstaka veitingastaði og smærri hópa. Þau eiga sér aftur á móti ekki jafn langa rekstrarsögu. Rekstrartekjur Einstakrar Ölgerðar ehf. námu 46 milljónum í fyrra og hagnaður ársins alls 5,4 milljónum. Bjórar fyrirtækisins eru fáanlegir hér á landi en eigendur þess, Bandaríkjamennirnir David Altshuler og Jack Sichterman, hafa lagt mikla áherslu á útflutning til heimalands þeirra. Tekjur félagsins endurspegla augljóslega ekki heildarsölu þess og ná að öllum líkindum einungis til innlendrar sölu. Borg Brugghús hefur framleitt handverksbjóra síðan 2010. Rekstur þess var þangað til í mars síðastliðnum undir kennitölu Ölgerðarinnar og upplýsingar um afkomu félagsins í fyrra því ekki aðgengilegar. Einkahlutafélagið Borg brugghús var aftur á móti stofnað í mars á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál Tengdar fréttir Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn Eigendur Brugghúss Steðja í Borgarfirði hafa þróað bjór sem inniheldur taðreykt eistu úr langreyðum. Eitt heilt eista í hverja bruggun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir engar athugasemdir en það bannaði í fyrra sölu á bjór með hvalmjöli. 9. janúar 2015 07:00 Starfsfólki Gæðings sagt upp og bjórtegundir hverfa úr ÁTVR Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, ætlar að draga verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. 24. mars 2017 08:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Helmingur rótgrónu íslensku örbrugghúsanna er rekinn með tapi og hafa sum þeirra aldrei skilað jákvæðri afkomu. Öll brugghúsin sex eiga þó sameiginlegt að hafa sprottið upp á árunum eftir hrun fyrir utan Bruggsmiðjuna Kalda á Ársskógssandi sem sker sig einnig úr í afkomu. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og er að stærstum hluta í eigu Birgis Inga Guðmundssonar og hjónanna Agnesar Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Kalda, og Ólafs Þrastar Ólafssonar. Agnes Anna sagði í samtali við Markaðinn í júní síðastliðnum að brugghúsið væri sprungið. Stærð þess komi í veg fyrir að hægt sé að framleiða meira en tekjur Kalda í fyrra jukust um 11,4 prósent milli ára og námu 436 milljónum. Fyrirtækið var þá rekið með 45 milljóna hagnaði samanborið við 27 milljónir árið 2015.Fækkaði flöskubjórum Örbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Vörusala fyrirtækisins í fyrra nam 53 milljónum og jókst um átta milljónir milli ára. Brugghúsið tapaði 2,3 milljónum í fyrra samanborið við 12,7 milljónir árið 2015. Rekstrartapið fyrir fjármunatekjur og gjöld lækkaði þá aftur á móti úr 11,6 milljónum í 734 þúsund. Eignir Gæðings voru þá metnar á 30,5 milljónir en skuldirnar námu 63 milljónum. Árni Hafstað, eigandi Gæðings, dró í byrjun árs úr framleiðslu fyrirtækisins og kynnti að hann myndi einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur en hann á Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Í dag eru tveir bjórar frá Gæðingi fáanlegir í Vínbúðum ÁTVR en áður mátti þar finna sex tegundir auk árstíðabundinna vara. Ölvisholt í Flóahreppi framleiðir bjór á borð við Skjálfta, Lava og Freyju og seldi vörur fyrir 74 milljónir í fyrra. Það ár skilaði félagið Ölvisholt ehf. rekstrarhagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði upp á 508 þúsund krónur. Tap ársins nam aftur á móti 6,6 milljónum króna. Brugghúsið er nú rekið á sinni þriðju kennitölu frá stofnun árið 2009 og er eigendasaga þess nokkuð löng. Stjórnarformaðurinn Jörundur Jörundsson fór í febrúar í fyrra fyrir kaupendahópi sem eignaðist fyrirtækið og færði reksturinn yfir á Ölvisholt ehf. Fyrrverandi eigendur þess, þeirra stærstur heildverslunin Karl K. Karlsson, eru enn hluthafar í félaginu ÖB Brugghús ehf. sem keypti reksturinn, bruggtækin og önnur tól, árið 2011 eftir að Ölvisholt Brugghús ehf. fór í þrot. ÖB brugghús skilaði síðast ársreikningi fyrir 2014 og var eigið fé þess þá neikvætt um 15 milljónir króna. Einkahlutafélagið Eldborg ehf. keypti aftur á móti 83,3 prósenta hlut í brugghúsinu í árslok 2014 í hlutafjáraukningu sem ráðist var í vegna tapreksturs bjórframleiðandans. Félag í eigu Byggðastofnunar, þrettán sveitarfélaga og tveggja lífeyrissjóða, hafði þá verið í hluthafahópi Ölvisholts.Tap ár eftir ár Tveir bjórar úr vöruúrvali Steðja í Borgarfirði hafa vakið heimsathygli enda þeir innihaldið annars vegar þara og hins vegar hvalamjöl eða taðreykt hvalaeistu. Eigandinn Dagbjartur Arilíusson hefur í viðtölum í erlendum fjölmiðlum þurft að svara gagnrýni dýraverndunarsinna og sagðist í fyrra íhuga kaup á Ölgerðinni. Hann stofnaði Steðja haustið 2012 en það er rekið á samnefndum bæ í Borgarfirði. Brugghús Steðja ehf. hefur líkt og Ölvisholt og Gæðingur aldrei skilað hagnaði á ársgrundvelli. Það skilaði 10,5 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við neikvæða afkomu upp á 20,5 milljónir árið 2015. Tekjur fyrirtækisins námu 19,9 milljónum og drógust saman um rétt rúmar þrjár milljónir milli ára. Það skuldaði í árslok 2016 alls 68,5 milljónir en eignirnar voru þá metnar á fjórtán milljónir. Bjórar annarra tveggja rótgróinna örbrugghúsa eru í dag bruggaðir hjá stóru áfengisframleiðendunum tveimur. Einstök framleiðir sína bjóra hjá Vífilfelli á Akureyri og Borg brugghús er innan vébanda Ölgerðarinnar. Það þýðir þó ekki að örbrugghúsin séu þar með upptalin því fjöldi minni örbrugghúsa bruggar fyrir ÁTVR eða einstaka veitingastaði og smærri hópa. Þau eiga sér aftur á móti ekki jafn langa rekstrarsögu. Rekstrartekjur Einstakrar Ölgerðar ehf. námu 46 milljónum í fyrra og hagnaður ársins alls 5,4 milljónum. Bjórar fyrirtækisins eru fáanlegir hér á landi en eigendur þess, Bandaríkjamennirnir David Altshuler og Jack Sichterman, hafa lagt mikla áherslu á útflutning til heimalands þeirra. Tekjur félagsins endurspegla augljóslega ekki heildarsölu þess og ná að öllum líkindum einungis til innlendrar sölu. Borg Brugghús hefur framleitt handverksbjóra síðan 2010. Rekstur þess var þangað til í mars síðastliðnum undir kennitölu Ölgerðarinnar og upplýsingar um afkomu félagsins í fyrra því ekki aðgengilegar. Einkahlutafélagið Borg brugghús var aftur á móti stofnað í mars á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál
Tengdar fréttir Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn Eigendur Brugghúss Steðja í Borgarfirði hafa þróað bjór sem inniheldur taðreykt eistu úr langreyðum. Eitt heilt eista í hverja bruggun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir engar athugasemdir en það bannaði í fyrra sölu á bjór með hvalmjöli. 9. janúar 2015 07:00 Starfsfólki Gæðings sagt upp og bjórtegundir hverfa úr ÁTVR Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, ætlar að draga verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. 24. mars 2017 08:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn Eigendur Brugghúss Steðja í Borgarfirði hafa þróað bjór sem inniheldur taðreykt eistu úr langreyðum. Eitt heilt eista í hverja bruggun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir engar athugasemdir en það bannaði í fyrra sölu á bjór með hvalmjöli. 9. janúar 2015 07:00
Starfsfólki Gæðings sagt upp og bjórtegundir hverfa úr ÁTVR Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, ætlar að draga verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. 24. mars 2017 08:45