Forsætisráðherra boðar breytingar í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira