Gamanferðabræður gefa Lödu Sport Benedikt Bóas skrifar 4. desember 2017 13:00 Ótrúlegur fjöldi Íslendinga hefur tekið þátt í leik Gaman Ferða um að fá þessa forláta Lödu í bílastæðið sitt. „Við erum að gera mikið úr Lödunni,“ segir Þór Bæring, eigandi Gaman Ferða, en ferðaskrifstofan er byrjuð að kynna fyrirhugaðar ferðir til Rússlands í sumar og af því tilefni verður gefið eintak af Lödu Sport sem máluð hefur verið í felulitum. Leikurinn byrjaði á þriðjudag og ljóst er að vinsældir Lödunnar eru ekkert að dvína hér á landi, miðað við fjölda þátttakenda í leiknum, en hægt er að skrá sig á Facebook-síðu ferðaskrifstofunnar. Ummælin skipta hundruðum.Félagarnir Þór og Bragi hoppandi kátir með nýja bílinn og nýju merkingarnar.Þótt bíllinn sem Gaman Ferðir gefa sé klassískur í útliti þá er stutt síðan rússneski bílaframleiðandinn Avtovaz, sem framleitt hefur Lada-bílana, kynnti þriðju kynslóð sportjeppans. Þriðju kynslóðarinnar hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en framleiðslunni hefur verið frestað um tvö ár. Til stóð að hann kæmi á markað í fyrra en það verður ekki fyrr en á næsta ári. Nýi bíllinn verður í boði í þriggja og fimm dyra útgáfu og hann mun fá nýja og öflugri vél sem leysir af hólmi núverandi 1,7 lítra og 83 hestafla vélina. Bíllinn mun aðeins fást beinskiptur og að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Einnig kemur til greina að í boði verði dísilvél í bílnum sem ættuð er úr smiðju Renault. Þá hefur einnig heyrst að núverandi kynslóð Lada Sport verði áfram í boði þó svo að sú þriðja verði komin á markað. Avtovaz hefur á síðustu árum kynnt nýju fólksbílana Vesta og Xray. Ekki nóg með að gefa eitt stykki Lödu heldur er fyrirtækjabíll Gaman Ferða nú einnig nýmáluð Lada Sport sem þeir félagar munu nota fram á sumar. Þór er nú staddur í Rússlandi en hann var viðstaddur þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið. „Við verðum með pakka á hvern einasta leik. Flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli verða inni í pakkanum en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni og ef eftirspurnin verður meiri munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði.“Þessi Lada Sport er nú orðinn fyrirtækjabíll Gamanferða. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
„Við erum að gera mikið úr Lödunni,“ segir Þór Bæring, eigandi Gaman Ferða, en ferðaskrifstofan er byrjuð að kynna fyrirhugaðar ferðir til Rússlands í sumar og af því tilefni verður gefið eintak af Lödu Sport sem máluð hefur verið í felulitum. Leikurinn byrjaði á þriðjudag og ljóst er að vinsældir Lödunnar eru ekkert að dvína hér á landi, miðað við fjölda þátttakenda í leiknum, en hægt er að skrá sig á Facebook-síðu ferðaskrifstofunnar. Ummælin skipta hundruðum.Félagarnir Þór og Bragi hoppandi kátir með nýja bílinn og nýju merkingarnar.Þótt bíllinn sem Gaman Ferðir gefa sé klassískur í útliti þá er stutt síðan rússneski bílaframleiðandinn Avtovaz, sem framleitt hefur Lada-bílana, kynnti þriðju kynslóð sportjeppans. Þriðju kynslóðarinnar hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en framleiðslunni hefur verið frestað um tvö ár. Til stóð að hann kæmi á markað í fyrra en það verður ekki fyrr en á næsta ári. Nýi bíllinn verður í boði í þriggja og fimm dyra útgáfu og hann mun fá nýja og öflugri vél sem leysir af hólmi núverandi 1,7 lítra og 83 hestafla vélina. Bíllinn mun aðeins fást beinskiptur og að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Einnig kemur til greina að í boði verði dísilvél í bílnum sem ættuð er úr smiðju Renault. Þá hefur einnig heyrst að núverandi kynslóð Lada Sport verði áfram í boði þó svo að sú þriðja verði komin á markað. Avtovaz hefur á síðustu árum kynnt nýju fólksbílana Vesta og Xray. Ekki nóg með að gefa eitt stykki Lödu heldur er fyrirtækjabíll Gaman Ferða nú einnig nýmáluð Lada Sport sem þeir félagar munu nota fram á sumar. Þór er nú staddur í Rússlandi en hann var viðstaddur þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið. „Við verðum með pakka á hvern einasta leik. Flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli verða inni í pakkanum en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni og ef eftirspurnin verður meiri munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði.“Þessi Lada Sport er nú orðinn fyrirtækjabíll Gamanferða.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira