Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2017 11:52 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að það verði að koma í ljós hvort raunhæft sé að áætla að þing geti lokið störfum fyrir jól. Vísir/Valli Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi. „Þetta verður vonandi ekki seinna en á fimmtudaginn í næstu viku sem er þá 14. desember en það munar auðvitað um hvern sólarhring þannig að menn hafa verið að vonast til þess að það væri hægt að mjaka þessu fram. Hverjum deginum fyrr því betra en ef ríkisstjórnin klárar allt á morgun sem hún þarf að klára þá skilst mér að upp úr því komi endanleg tímasetning á það hvenær fjármálaráðuneytið treystir sér til að vera tilbúið með fjárlagafrumvarpið,“ segir Steingrímur en ríkisstjórnin kemur saman til fundar á morgun. Fyrir Alþingi liggur að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs, bandorminn sem fylgir því sem og fjáraukalög þessa árs. Aðspurður hvað fleira sé í pípunum nefnir Steingrímur NPA, notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða, og lögfestingu hennar, breytingu á almannatryggingum svo hækka megi frítekjumark aldraðra í 100 þúsund krónur og þá er einnig von á frumvarpi frá dómsmálaráðneytinu þar sem lögð er til breyting á útlendingalögum svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. „En ég er að vonast til þess að fá yfirlit yfir endanlegan málalista núna fyrri hluta vikunnar og þá getum við virkilega farið að skipuleggja þetta og setja upp einhvers konar drög að starfsáætlun fyrir þessa daga. Þingflokksformenn eru svo að hefja sín samtöl um kosningu í nefndir og ráð og hafa þessa viku og fram yfir helgi til þess að klára það svo þetta er allt komið af stað,“ segir Steingrímur.Best ef næst heildarsamkomulag um nefndarkjör og formennsku í nefndum Greint var frá því í liðinni viku að stjórnarandstöðunni hefur verið boðin nefndarformennska í þremur fastanefndum þingsins, það er stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis-og samgöngunefnd. Steingrímur segist ekki vita hvort að stjórnarandstaðan muni taka formennsku í þessum nefndum en hann segist gera ráð fyrir því að þetta sé rætt á meðal þingflokksformannanna. „Best þætti manni ef það næðist heildarsamkomulag um nefndarkjörið og formennsku. Það er svona andi þingskaparlaganna að menn reyni að ná saman um þetta og ég bind vonir við að það verði þangað til annað kemur í ljós.“ Steingrímur segir réttast að gera ráð fyrir því að þing muni funda helgina fyrir jól og svo á milli jóla og nýárs. „Þetta eru það fáir virkir dagar en það er auðvitað hægt að gera mjög mikið ef menn bretta upp ermar. Segjum að við myndum ná að koma öllum málum til nefnda fyrir helgina fyrir jól þá myndi það hjálpa mikið til og þá hafa menn heila viku fram að Þorláksmessu þó að það sé líka hægt að greiða atkvæði eða eitthvað annað, það er svo sem ekki banað að gera eitthvað á Þorláksmessu og svo eru þá fjórir virkir dagar upp á að hlaupa milli jóla og nýárs,“ segir Steingrímur og kveðst bjartsýnn á að þingið nái að klára allt sem þarf að klára fyrir áramót. Það verði að koma í ljós hvort að það sé yfir höfuð raunhæft að áætla að þing geti lokið störfum fyrir jól. Alþingi Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Guðmundur Ingi Guðbrandsson vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. 4. desember 2017 10:21 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi. „Þetta verður vonandi ekki seinna en á fimmtudaginn í næstu viku sem er þá 14. desember en það munar auðvitað um hvern sólarhring þannig að menn hafa verið að vonast til þess að það væri hægt að mjaka þessu fram. Hverjum deginum fyrr því betra en ef ríkisstjórnin klárar allt á morgun sem hún þarf að klára þá skilst mér að upp úr því komi endanleg tímasetning á það hvenær fjármálaráðuneytið treystir sér til að vera tilbúið með fjárlagafrumvarpið,“ segir Steingrímur en ríkisstjórnin kemur saman til fundar á morgun. Fyrir Alþingi liggur að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs, bandorminn sem fylgir því sem og fjáraukalög þessa árs. Aðspurður hvað fleira sé í pípunum nefnir Steingrímur NPA, notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða, og lögfestingu hennar, breytingu á almannatryggingum svo hækka megi frítekjumark aldraðra í 100 þúsund krónur og þá er einnig von á frumvarpi frá dómsmálaráðneytinu þar sem lögð er til breyting á útlendingalögum svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. „En ég er að vonast til þess að fá yfirlit yfir endanlegan málalista núna fyrri hluta vikunnar og þá getum við virkilega farið að skipuleggja þetta og setja upp einhvers konar drög að starfsáætlun fyrir þessa daga. Þingflokksformenn eru svo að hefja sín samtöl um kosningu í nefndir og ráð og hafa þessa viku og fram yfir helgi til þess að klára það svo þetta er allt komið af stað,“ segir Steingrímur.Best ef næst heildarsamkomulag um nefndarkjör og formennsku í nefndum Greint var frá því í liðinni viku að stjórnarandstöðunni hefur verið boðin nefndarformennska í þremur fastanefndum þingsins, það er stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis-og samgöngunefnd. Steingrímur segist ekki vita hvort að stjórnarandstaðan muni taka formennsku í þessum nefndum en hann segist gera ráð fyrir því að þetta sé rætt á meðal þingflokksformannanna. „Best þætti manni ef það næðist heildarsamkomulag um nefndarkjörið og formennsku. Það er svona andi þingskaparlaganna að menn reyni að ná saman um þetta og ég bind vonir við að það verði þangað til annað kemur í ljós.“ Steingrímur segir réttast að gera ráð fyrir því að þing muni funda helgina fyrir jól og svo á milli jóla og nýárs. „Þetta eru það fáir virkir dagar en það er auðvitað hægt að gera mjög mikið ef menn bretta upp ermar. Segjum að við myndum ná að koma öllum málum til nefnda fyrir helgina fyrir jól þá myndi það hjálpa mikið til og þá hafa menn heila viku fram að Þorláksmessu þó að það sé líka hægt að greiða atkvæði eða eitthvað annað, það er svo sem ekki banað að gera eitthvað á Þorláksmessu og svo eru þá fjórir virkir dagar upp á að hlaupa milli jóla og nýárs,“ segir Steingrímur og kveðst bjartsýnn á að þingið nái að klára allt sem þarf að klára fyrir áramót. Það verði að koma í ljós hvort að það sé yfir höfuð raunhæft að áætla að þing geti lokið störfum fyrir jól.
Alþingi Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Guðmundur Ingi Guðbrandsson vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. 4. desember 2017 10:21 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00
Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Guðmundur Ingi Guðbrandsson vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. 4. desember 2017 10:21