Kenna þolandanum um endalok House of Cards Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 15:54 Anthony Rapp steig fram í lok október og sakaði Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn. Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn.
Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira