Kristinn: Hlakka til að klæðast Valstreyjunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. desember 2017 19:00 Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals fyrr í dag. Hann sagði það mjög gott að vera kominn aftur heim, en hann spilaði með Val árin 2012-16. „Ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur og fara að spila með strákunum,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. Kristinn spilaði með Sundsvall í sænsku úrvasldeildinni síðasta tímabil, en hann fór út í atvinnumennskuna eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2016. En afhverju ákvað hann að snúa aftur heim? „Fyrst og fremst fjölskylduástæður. Við fjölskyldan ákváðum það í sameiningu að þetta væri besti kosturinn eftir stutta dvöl úti. Skemmtilegt ævintýri sem ég var í sem okkur fannst best að enda og koma heim.“Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Kristinn væri í viðræðum bæði við Val og FH. Aðspurður hvað hafi ráðið því að hann kaus Val sagði Kristinn „Ég hef verið hérna í fimm ár, þekki allt hérna. Leið mjög vel hér og veit að hverju ég geng, svo að sjálfsögðu metnaðurinn í félaginu. Ég hlakka bara til þessara fjögurra ára og get ekki beðið eftir að komast í treyjuna og byrja að spila,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, ég er feykilega ánægður með hann. Kristinn var náttúrulega með okkur hérna, stóð sig feikna vel svo við lögðum mikla áherslu á að fá hann.“ Nú þegar eru Ívar Örn Jónsson og Ólafur Karl Finsen komnir til félagsins. Aðspurður hversu marga leikmenn Ólafur ætlaði sér að fá til viðbótar sagði hann: „Mér kæmi ekki á óvart að ég fengi 5-6 leikmenn í viðbót.“ Hann hafði þá áður sagt við annan fjölmiðil að hann ætlaði sér að fá 3-4. Hann fór nú bara að hlæja þegar blaðamaður spurði hann út í þetta ósamræmi og sagði það bara koma í ljós hver lokatalan yrði. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals fyrr í dag. Hann sagði það mjög gott að vera kominn aftur heim, en hann spilaði með Val árin 2012-16. „Ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur og fara að spila með strákunum,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. Kristinn spilaði með Sundsvall í sænsku úrvasldeildinni síðasta tímabil, en hann fór út í atvinnumennskuna eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2016. En afhverju ákvað hann að snúa aftur heim? „Fyrst og fremst fjölskylduástæður. Við fjölskyldan ákváðum það í sameiningu að þetta væri besti kosturinn eftir stutta dvöl úti. Skemmtilegt ævintýri sem ég var í sem okkur fannst best að enda og koma heim.“Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Kristinn væri í viðræðum bæði við Val og FH. Aðspurður hvað hafi ráðið því að hann kaus Val sagði Kristinn „Ég hef verið hérna í fimm ár, þekki allt hérna. Leið mjög vel hér og veit að hverju ég geng, svo að sjálfsögðu metnaðurinn í félaginu. Ég hlakka bara til þessara fjögurra ára og get ekki beðið eftir að komast í treyjuna og byrja að spila,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, ég er feykilega ánægður með hann. Kristinn var náttúrulega með okkur hérna, stóð sig feikna vel svo við lögðum mikla áherslu á að fá hann.“ Nú þegar eru Ívar Örn Jónsson og Ólafur Karl Finsen komnir til félagsins. Aðspurður hversu marga leikmenn Ólafur ætlaði sér að fá til viðbótar sagði hann: „Mér kæmi ekki á óvart að ég fengi 5-6 leikmenn í viðbót.“ Hann hafði þá áður sagt við annan fjölmiðil að hann ætlaði sér að fá 3-4. Hann fór nú bara að hlæja þegar blaðamaður spurði hann út í þetta ósamræmi og sagði það bara koma í ljós hver lokatalan yrði.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11