Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 22:00 Aldís með lögmanni sínum Evu Halldórsdóttir þegar málið var fyrst flutt í september. Vísir/Eyþór Lögmaður Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir blasa við að henni hafi verið vikið úr starfi vegna persónulegrar óvildar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra. Mál Aldísar gegn ríkinu var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglustjóri breytti starfsskyldum Aldísar í janúar á þessu ári. Það taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar. Tímabundin breyting á starfsskyldum hafi verið leið Sigríðar Bjarkar til að losna við sig án þess að þurfa að veita henni áminningu eins og stjórnsýslulög kveða á um. Málið var flutt í september og kom þá fjöldi vitna fyrir dóminn, þar á meðal Aldís og Sigríður Björk auk núverandi og fyrrverandi stjórnenda hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurflytja þurfti málið í dag vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna eftir lok aðalmeðferðarinnar. Við meðferð málsins birtist mynd af fíkniefnadeild sem logaði stafnanna á milli vegna innanhússerja og klofnings sem hafði verið til staðar áður en Aldís tók við deildinni. Inn í þær erjur blönduðust ásakanir um spillingu á hendur tveimur lögreglumönnum. Annar þeirra, Jens Gunnarsson, var sakfelldur fyrir spillingu í apríl. Hinn var leystur frá störfum tímabundið vegna rannsóknar á meintri spillingu. Honum voru dæmdar 2,2 milljónir króna í bætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra í Héraðsdómi skömmu eftir að aðalmeðferð í máli Aldísar lauk í haust.Krafa upp á annað hundrað milljóna króna Eva Halldórsdóttir, lögmaður Aldísar, lýsti því hvernig ákvörðun lögreglustjóra um breytingu á starfsskyldum hefði verið ólögmæt og hafi falið í sér fyrirvaralausan brottrekstur sem olli Aldísi tjóni. Aldís krefst meira en 126 milljóna króna í bætur frá ríkinu, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Við aðalmeðferðina bar Aldís að hún hefði brotnað niður og þjáðst af þunglyndi og kvíða eftir ákvörðun lögreglustjóra. Lagði Eva fram afrit af dómnum í skaðabótamáli lögreglumannsins sem starfaði fyrir fíkniefnadeildina og kemur mikið við sögu í máli Aldísar. Þau voru nánir samstarfsmenn innan deildarinnar sem virtist fara fara brjóstið á öðrum starfsmönnum sem töldu fram hjá sér gengið. Héraðsdómur taldi að ásakanirnar sem voru tilefni rannsóknarinnar á lögreglumanninum hefðu alla tíð verið með öllu órökstuddar. Rætur rannsóknarinnar hafi verið órökstuddir orðrómar sem höfðu gengið í nokkur ár en komu aftur upp vegna ágreinings innan fíkniefnadeilarinnar skömmu eftir að Aldís tók við henni.Sigríður Björk lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar í janúar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirEva sagði í morgun að sú mynd sem dregin væri upp af ástandi mála innan lögreglunnar í málinu sem lögreglumaðurinn vann væri svipuð og í máli Aldísar. Allt litaðist af persónulegri óvild lögreglustjóra í garð Aldísar og lögreglumannsins. Sigríður Björk hafi róið að því öllum árum að losa sig við þau bæði. Sigríður Björk hefði jafnframt lagt Aldísi í einelti. Þannig sagði Eva að lögreglustjóri hefði dregið að skipa hana áfram í embætti, boðið starfskrafta hennar til sérstaks saksóknara án vitundar Aldísar, lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk, brigslað um að hún hefði vanrækt skyldur sínar og borið á hana að hafa valdið óeiningu og ófriði innan fíkniefnadeildarinnar.Tapaði hvorki launum né tign Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, fullyrti hins vegar að dómurinn í máli lögreglumannsins væri ekki fordæmisgefandi fyrir mál Aldísar gegn ríkinu. Ólíkt Aldísi hafi lögreglumaðurinn verið leystur frá störfum tímabundið og það hafi verið vegna þess að hann sætti rannsókn af hálfu saksóknara. Upplýsti Fanney Rós jafnframt að ákveðið hefði verið að áfrýja dómnum í máli lögreglumannsins. Það yrði gert á næstu dögum. Taldi lögmaðurinn veikleika í dómnum að byggt hefði verið á framburði vitnis sem væri óvinveitt lögreglustjóra og hefði sjálft sakað hann um einelti. Þá benti lögmaður ríkisins ítrekað á að starfsskyldum Aldísar hefði aðeins verið breytt tímabundið. Hún væri enn starfsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún væri í launalausu leyfi að eigin ósk til 15. desember. Sigríður Björk hefði jafnframt skýra heimild sem forstöðumaður ríkisstofnunar til að breyta starfsskyldum starfsmanna og embættismanna sem heyra undir hana. Ætlun Sigríðar Bjarkar hafi verið að koma ró á fíkniefnadeildina en hluti starfsmanna hefði talið Aldísi hluta af vandanum. Aldís hefði ekki lækkað í launum eða tign. Þá biði staðan enn eftir henni.Mikið gekk á innan fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar báru starfsmenn meðal annars fram orðróma um náinn samstarfsmann Aldísar inn á borð yfirmanna lögreglunnar. Rannsókn á honum hófst í framhaldinu en héraðsdómur taldi ásakanir á hendur honum alla tíð órökstuddar.Vísir/GVAKenndi Aldísi um eigið tjón eftir ákvörðunina Hafnaði Fanney Rós því að samband væri á milli heilsubrests Aldísar og ákvörðunar lögreglustjóra um að breyta starfsskyldum hennar tímabundið. Gerði lögmaðurinn að því skóna að Aldís bæri sjálf ábyrgð á því að hafa ekki forðast tjón. Hún hefði horfið frá störfum eftir ákvörðunina og það væri hennar túlkun að ákvörðunin væri áfellisdómur yfir störfum hennar. Lögreglustjóri bæri ekki ábyrgð á fjölmiðlaumfjöllun um mál hennar. Viðbrögð hennar við ákvörðuninni hefði öðru fremur vakið athygli fjölmiðla á málinu. Þessu mótmælti lögmaður Aldísar. Benti hún á að Sigríður Björk hefði ítrekað komið fram í fjölmiðlum og talað um að koma þyrfti á ró og auka trúverðugleika fíkniefnadeildarinnar. Þegar starfsskyldum Aldísar var breytt hafi lögreglustjóri talað um að það hefði verið gert til að ná vinnufrið í deildinni. Tengdar fréttir Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Lögmaður Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir blasa við að henni hafi verið vikið úr starfi vegna persónulegrar óvildar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra. Mál Aldísar gegn ríkinu var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglustjóri breytti starfsskyldum Aldísar í janúar á þessu ári. Það taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar. Tímabundin breyting á starfsskyldum hafi verið leið Sigríðar Bjarkar til að losna við sig án þess að þurfa að veita henni áminningu eins og stjórnsýslulög kveða á um. Málið var flutt í september og kom þá fjöldi vitna fyrir dóminn, þar á meðal Aldís og Sigríður Björk auk núverandi og fyrrverandi stjórnenda hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurflytja þurfti málið í dag vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna eftir lok aðalmeðferðarinnar. Við meðferð málsins birtist mynd af fíkniefnadeild sem logaði stafnanna á milli vegna innanhússerja og klofnings sem hafði verið til staðar áður en Aldís tók við deildinni. Inn í þær erjur blönduðust ásakanir um spillingu á hendur tveimur lögreglumönnum. Annar þeirra, Jens Gunnarsson, var sakfelldur fyrir spillingu í apríl. Hinn var leystur frá störfum tímabundið vegna rannsóknar á meintri spillingu. Honum voru dæmdar 2,2 milljónir króna í bætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra í Héraðsdómi skömmu eftir að aðalmeðferð í máli Aldísar lauk í haust.Krafa upp á annað hundrað milljóna króna Eva Halldórsdóttir, lögmaður Aldísar, lýsti því hvernig ákvörðun lögreglustjóra um breytingu á starfsskyldum hefði verið ólögmæt og hafi falið í sér fyrirvaralausan brottrekstur sem olli Aldísi tjóni. Aldís krefst meira en 126 milljóna króna í bætur frá ríkinu, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Við aðalmeðferðina bar Aldís að hún hefði brotnað niður og þjáðst af þunglyndi og kvíða eftir ákvörðun lögreglustjóra. Lagði Eva fram afrit af dómnum í skaðabótamáli lögreglumannsins sem starfaði fyrir fíkniefnadeildina og kemur mikið við sögu í máli Aldísar. Þau voru nánir samstarfsmenn innan deildarinnar sem virtist fara fara brjóstið á öðrum starfsmönnum sem töldu fram hjá sér gengið. Héraðsdómur taldi að ásakanirnar sem voru tilefni rannsóknarinnar á lögreglumanninum hefðu alla tíð verið með öllu órökstuddar. Rætur rannsóknarinnar hafi verið órökstuddir orðrómar sem höfðu gengið í nokkur ár en komu aftur upp vegna ágreinings innan fíkniefnadeilarinnar skömmu eftir að Aldís tók við henni.Sigríður Björk lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar í janúar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirEva sagði í morgun að sú mynd sem dregin væri upp af ástandi mála innan lögreglunnar í málinu sem lögreglumaðurinn vann væri svipuð og í máli Aldísar. Allt litaðist af persónulegri óvild lögreglustjóra í garð Aldísar og lögreglumannsins. Sigríður Björk hafi róið að því öllum árum að losa sig við þau bæði. Sigríður Björk hefði jafnframt lagt Aldísi í einelti. Þannig sagði Eva að lögreglustjóri hefði dregið að skipa hana áfram í embætti, boðið starfskrafta hennar til sérstaks saksóknara án vitundar Aldísar, lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk, brigslað um að hún hefði vanrækt skyldur sínar og borið á hana að hafa valdið óeiningu og ófriði innan fíkniefnadeildarinnar.Tapaði hvorki launum né tign Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, fullyrti hins vegar að dómurinn í máli lögreglumannsins væri ekki fordæmisgefandi fyrir mál Aldísar gegn ríkinu. Ólíkt Aldísi hafi lögreglumaðurinn verið leystur frá störfum tímabundið og það hafi verið vegna þess að hann sætti rannsókn af hálfu saksóknara. Upplýsti Fanney Rós jafnframt að ákveðið hefði verið að áfrýja dómnum í máli lögreglumannsins. Það yrði gert á næstu dögum. Taldi lögmaðurinn veikleika í dómnum að byggt hefði verið á framburði vitnis sem væri óvinveitt lögreglustjóra og hefði sjálft sakað hann um einelti. Þá benti lögmaður ríkisins ítrekað á að starfsskyldum Aldísar hefði aðeins verið breytt tímabundið. Hún væri enn starfsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún væri í launalausu leyfi að eigin ósk til 15. desember. Sigríður Björk hefði jafnframt skýra heimild sem forstöðumaður ríkisstofnunar til að breyta starfsskyldum starfsmanna og embættismanna sem heyra undir hana. Ætlun Sigríðar Bjarkar hafi verið að koma ró á fíkniefnadeildina en hluti starfsmanna hefði talið Aldísi hluta af vandanum. Aldís hefði ekki lækkað í launum eða tign. Þá biði staðan enn eftir henni.Mikið gekk á innan fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar báru starfsmenn meðal annars fram orðróma um náinn samstarfsmann Aldísar inn á borð yfirmanna lögreglunnar. Rannsókn á honum hófst í framhaldinu en héraðsdómur taldi ásakanir á hendur honum alla tíð órökstuddar.Vísir/GVAKenndi Aldísi um eigið tjón eftir ákvörðunina Hafnaði Fanney Rós því að samband væri á milli heilsubrests Aldísar og ákvörðunar lögreglustjóra um að breyta starfsskyldum hennar tímabundið. Gerði lögmaðurinn að því skóna að Aldís bæri sjálf ábyrgð á því að hafa ekki forðast tjón. Hún hefði horfið frá störfum eftir ákvörðunina og það væri hennar túlkun að ákvörðunin væri áfellisdómur yfir störfum hennar. Lögreglustjóri bæri ekki ábyrgð á fjölmiðlaumfjöllun um mál hennar. Viðbrögð hennar við ákvörðuninni hefði öðru fremur vakið athygli fjölmiðla á málinu. Þessu mótmælti lögmaður Aldísar. Benti hún á að Sigríður Björk hefði ítrekað komið fram í fjölmiðlum og talað um að koma þyrfti á ró og auka trúverðugleika fíkniefnadeildarinnar. Þegar starfsskyldum Aldísar var breytt hafi lögreglustjóri talað um að það hefði verið gert til að ná vinnufrið í deildinni.
Tengdar fréttir Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45