„Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ 1. desember 2017 19:30 Snæbjörn opnar sig á Facebook. Vísir / Ernir „Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan: MeToo Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira
„Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan:
MeToo Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira