Dramatísk saga Denna Kragh sem margir minnast nú Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2017 11:58 Troðfull kirkja var þegar Denni var borinn til grafar. Útför var gerð frá Fríkirkjunni þar sem Bubbi söng meðal annars frumsamið lag um þennan vin sinn. visir/anton brink Í vikunni var Þorsteinn Kragh athafnamaður borinn til grafar. Hann fannst látinn í íbúð sinni á laugardaginn. Þorsteinn hafði hrasað og hlaut höfuðáverka sem leiddu til dauða hans. Denni Kragh, eins og hann var ávallt kallaður, á sér athyglisverða sögu. Hann var afar áberandi í bæjarlífinu um árabil, starfaði sem umboðsmaður og stóð fyrir tónleikum. Vinsæll og vel liðinn. Því varð það mörgum verulegt áfall þegar hann var gripinn grunaður um fíkniefnasmygl. Sem hann var dæmdur fyrir og sat inni vegna. Þetta reyndist þungt högg fyrir Denna og þáttaskil í hans lífi. „Hann molnaði. Og sennilega dó hann í fangelsinu. Hitt bara formlegheit,“ segir Bubbi Morthens, vinur hans, í samtali við Vísi. „Það líkaði öllum vel við Þorstein Kragh, hann á að hafa átt í ástarsambandi við Nelly Furtado og verið við jarðarför Pavarottis. Það var síðan eins og blaut tuska framan í alla þegar Þorsteinn var hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að stærsta fíkniefnasmygli Íslandssögunnar. Meðal þess sem fjölmarga sem Þorsteinn hefur tekið sér fyrir hendur er að elda ofan í forseta Bandaríkjanna.“ Svo var opnuúttekt um Denna fylgt úr hlaði í DV 11. júní 2008 undir yfirskriftinni „Tvöfalt líf Þorsteins Kragh“. Valur Grettisson skráði af mikilli samviskusemi.Svona kom Denni lesendum DV fyrir sjónir í ítarlegri opnuúttekt blaðsins sem var undir yfirskriftinni Tvöfalt líf Þorsteins Kragh.Allir helstu fjölmiðlar landsins fjölluðu ítarlega um málið allt enda það merkilegt í sjálfu sér auk þess sem Denni var þekktur maður úr bæjarlífinu sem og af störfum sínum sem umboðsmaður.Einfari en vinur hinna frægu og ríku Denni fæddist 1961 og ólst uppá Skaganum. Sem ungur maður var hann búsettur í Amsterdam og virðist þá hafa komist í samband við fíkniefnaheiminn en samkvæmt úttekt DV var hann dæmdur í upphafi níunda áratugarins vegna fíkniefnasmygls. En, það fór aldrei hátt. Þó honum sé lýst sem einfara var hann þekktur fyrir að vera í nánu vinvengi við fræga fólkið, hann gerðist umboðsmaður ofurrokkhljómsveitarinnar GCD og seinna Bubba Morthens. Árið 1995 skipulagði hann tónlistarhátíðina Uxa „Fjölmargar heimsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn mættu á svæðið og meðal annars danshljómsveitin Prodigy. Hátíðin þótti vel heppnuð en tapið engu að síður gríðarlegt. Hátíðin átti að vera árlega en það var snarlega hætt við það vegna þess hversu illa menn fóru fjárhagslega út úr henni,“ segir í úttekt Vals.Flutti inn heimsfræga tónlistarmenn Sagt er að kurteislegt fas og þokki Denna hafi heillað þá sem í kringum hann voru. Og hann tók að flytja til Íslands tónlistarmenn eins og Richard Clayderman, Blur og svo sjálfan Placido Domingo. Jón Ólafsson athafnamaður, sem í einhverjum tilvikum var í viðskiptasambandi við Þorstein, lýsir honum sem algjöru ljúfmenni og traustum samstarfsmanni. Og Jón segist varla hafa tekið eftir því að Þorsteinn drykki. Þá er nefnt að Denni hafi verið mikill göngugarpur og meðal annars gengið upp á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro.Denni var meðal annars á forsíðu DV en fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um allan málareksturinn í kjölfar þess að hann var gripinn fyrir smygl á fíknefnum og svo dóm sem Denni hlaut í kjölfarið.Bubbi Morthens starfaði sem fyrr segir náið með Denna Kragh, árum saman voru þeir í daglegum samskiptum og Bubbi segir að svona sé alkóhólismann. „Hann mylur fólk undir sig. Denni var ótrúlega flottur strákur, en honum bar ekki gæfa til ...“Erfið æska lagði grunninn að því sem verða vildi Bubbi kom að jarðarförinni, troðfull Fríkirkja og þar söng Bubbi meðal annars frumsamið lag um vin sinn. Hann segir sögu Þorsteins Kragh vissulega í frásögur færandi. „Við fæðumst öll hrein, ósnert. Svo leggur það línurnar hvernig fyrstu árin manns eru. Denni sagði mér, og ég hef svo heyrt, að í æsku hans hafi geisað fárviðri. Þar með með eru einhvers konar vegur lagður, börn skemmast. Og heilinn okkar skemmist við áföll og endurtekin áföll og börn segja ekki þegar þau eru ung; heyrðu, gott fólk, hér er ekki hægt að vera, ég er fluttur. Og, svo bara læra menn að lifa af,“ segir Bubbi sem er ekki í vafa um að erfið æska hafi lagt grunn að því sem síðar varð.Bubbi minnist nú vinar síns. Hann segir Denna ekki hafa viljað takast á við áföllin og því fór sem fór. Hann dó í fangelsinu.visir/stefánBubbi segir að Denni hafi verið „náttúrugreindur“ eins og hann kallar það. „Svo fékk hann í vöggugjöf fríðleika sem springur út á unglingsárum. Og, vegna þess hversu brotinn hann var, því Denni þráði heitast að vera elskaður, var hann yndi allra. Og fór í gegnum alla múra og allar varnir. Hann þráði svo heitt að fólki líkaði vel við sig. Og hann fékk ótrúlega margt í vöggugjöf. Mikið af góðum gjöfum sem sumar nýttust honum og aðrar ekki.“Fullkominn í hlutverk umboðsmanns Bubbi segir að Denni hafi verið fullkominn í hlutverk umboðsmannsins. Það hafi átt vel við hann. „Hann hafði gríðarlega hæfileika til að eiga í samskiptum við fólk og fá það á sitt band. Það var alveg sama hvort það voru einhverjar kanónur úti í heimi eða bara strákar og stelpur hérna heima. Og þar var hann algjörlega frábær. En, hann hafði þessa drauga í eftirdragi eins og við öll sem verðum fyrir áföllum í æsku. Þegar við vöxum upp er ekkert mál fyrir okkur sem ungt fólk að stugga skuggum og ófreskjum frá og grafa niður í undirmeðvitundinni, en með árunum vex þetta okkur yfir höfuð ef við gerum ekkert í því. Og þá verður þetta að meini. Denni valdi það sem skilaði honum svo í fangelsi, hann ætlaði sér sennilega að verða ríkur á þessu,“ segir Bubbi og vísar til hins örlagaríka fangelsisdóms.Denni í réttarsal en hann neitaði ávallt sök. Nýstárlegar aðferðir voru notaðar til að sönnunar, lögreglan rakti notkun (burner) símanúmers sem notað var til að hafa samband við hollenskan mann sem gripinn var með fíkniefnin, var borið saman við símanotkun farsíma Denna, en á síma hans kviknaði alltaf strax eftir að hitt númerið hafði verið notað.visir/gva„Hann hafði verið að nota efni og vín og allt þetta. Eins og gerist og gengur. Og, merkilegt að þegar ég ákveð að hætta að nota heilamengandi efni, þá kom hann að máli við mig og segir að besta í stöðunni sé að við myndum hætta að vinna saman. Kannski sá hann það fyrir að ég myndi segja að ég gæti ekki unnið með honum ef hann væri að nota eitthvað. Og svo gerði hann mér einhvern stærsta greiða lífs míns að hann leiddi okkur Palla (umboðsmann Bubba um árabil) á fund og sagði að hann væri maðurinn sem gæti sennilega unnið með mér. Sem var stórmerkilegt og sýnir innsæi hans.“Dó í fangelsinu Svo verða alger hvörf í samskiptum Bubba og Denna þegar sá síðarnefndi er dæmdur til afplánunar. „Ég hvatti hann til að nýta sér þau tækifæri sem byðust í fangelsinu. Fangelsi getur verið fangelsi en þú getur verið frjáls þar. Fer eftir því hvernig þú stillir hausinn á þér,“ segir Bubbi. Þeir höfðu verið í daglegu sambandi þegar þeir störfuðu saman, en Bubbi segist hafa kynnst Denna 1982, árið 1986 fóru þeir að starfa saman. Denni var einn besti vinur Bubba og þeir voru í daglegu sambandi allt til 1996 og reglulega allt þar til Denni fór í fangelsi. Bubbi reyndi að nálgast vin sinn þá.Frá réttarhöldunum. Þarna urðu alger hvörf í lífi Denna.visir/gva„Ég hvatti hann til að fara í nám og stunda hugleiðslu hjá bróður mínum sem hefur farið með búddisma inní fangelsin.Hann sagðist alltaf vera saklaus en ég sagðist ekki trúa honum. Hann varð gríðarlega reiður útí mig. Gæfan rétti honum höndina, en hann tók ekki þau tækifæri sem buðust. Í staðinn fyrir að taka þetta á kassann, dóminn og við hefðum allir rétt honum hjálparhönd um leið og verið boðnir og búnir að aðstoða hann við að koma undir sig fótunum. En hann bara molnaði. Og sennilega dó í fangelsinu. Svo var hitt bara formlegt.“Vildi aldrei horfast í augu við dóminn Bubbi segir að Denni hafi haft áhrif á fólk og afskaplega sorglegt til þess að hugsa að honum hafi ekki borið gæfa til að sjá að það væri líf framundan þrátt fyrir þetta áfall.Atli Bergmann syrgir nú vin sinn en Denni starfaði á hestabúgarði í Danmörku undanfarin árin, við tamningar.visir/anton brink„Hann hélt að þetta væri búið, mannorðið farið og hann ætti ekki afturkvæmt. Þannig sá hann þetta. Hann var mulinn, farinn, fíknin kramdi hann og það af vinna ekki úr sínum málum. Hann hafði þetta tækifæri en það er svo sjaldgæft að menn sem verða fyrir miklum áföllum barnungir, nái áttum. Þeir oftar en ekki falla fyrir eigin hendi, þeir deyja úr alkóhólisma.“ Bubbi segir að Denna hafi verið algerlega fyrirmunað að horfast í augu við þessa stöðu mála og gjörðir sínar. „Ég sagði við hann Denni, þeir náðu þér og nú skaltu gera gott úr því. En það var ekki að gera sig.“Missti stjórn á neyslunni í og eftir fangelsisvistina Bubbi segist hafa skírskotað til þess að Denni ætti flottan feril og ekki væri nein nauðsyn að velja við þetta. Bara taka þetta á kassann, axla ábyrgð; þetta myndi ekki þurrka út allt hið góða og fína og flotta.„En, það gerðist samt vegna afstöðu hans. Og þarna missir Denni stjórn á neyslunni, í fangelsinu og þegar hann kemur út þaðan. Það verður bara að segjast eins og er. Neysla sem hafði ekki verið mjög mikil. Hann var mjög agaður, notaði fíkniefni en hafði rútínu á því. Hann var aldrei í daglegri neyslu, fór að nota önnur efni, pillur og svona.“ Bubbi segir sína afstöðu nú vera þá að dvelja ekki við það sem leiddi til hins þunga dóms vinar síns. „Þegar ég skoða heildarmyndina sé ég mikla og fallega hæfileika nýtast og svo fara forgörðum. Uppúr stendur falleg mynd af góðum dreng sem bar ekki gæfa til að lifa lífinu til fullnustu. En fyrir mér var Denni eins og einn úr fjölskyldunni minni og ég syrgi hann sem slíkan.“Enn einn félaginn fallinn fyrir Bakkusi Vísir ræddi við fleiri sem þekktu Denna til að fá fleiri púsl í þetta dramatíska lífshlaup. Atli Bergmann auglýsinga- og veiðimaður með meiru var ágætur vinur hans og var harmi sleginn þegar Vísir ræddi við hann um manninn sem Atli segir hafa verið mikinn ljúfling og töffara. Segir að Denni hafi gert mikið fyrir íslenska tónlist. Hann hafi undanfarin ár starfað á hestabúgarði úti í Danmörku, lent í slysi við tamningar og þurft að nota sterk verkjalyf frá því. Það hafi ekki farið vel með annarri neyslu. „Enn einn félaginn fallinn fyrir Bakkusi,“ segir Atli.Frosti segir Denna hafa breytt lífi sínu með því að bjarga sér inn á tónleika lífs hans: HAM í Tunglinu þegar Frosti var 16 ára.visir/BrinkRichard Scopie tónlistarmaður tekur í sama streng en hann er einn af mörgum sem minntist Denna. Hann segir á Facebooksíðu sinni að hörmulegar fregnir af fráfalli Denna hafi verið reiðarslag. „Denni var ekki alltaf allra, en við náðum mjög vel saman og áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Denni var alltaf mjög dulur, en á sama tíma, maður sem gat gefið mikið af sér og gerði - vinur vina sinna.“Eftirminnilegustu tónleikar Frosta Annar forn félagi úr bransanum er Frosti í Mínus, Frosti Logason útvarpsmaður á X-inu. Hann segir skondna sögu af kynnum sínum af Denna, á Facebooksíðu sinni, sem má heita lýsandi: „Mér hefur alltaf verið sérstaklega hlýtt til Denna eins og hann var kallaður. Ég kynntist honum fyrst árið 1994. Þá var mín uppáhalds hljómsveit að halda lokatónleika í Tunglinu í Lækjargötu. Ég var bara sextán ára, en það var átján, ef ekki tuttugu ára aldurstakmark inn á Tunglið. Tónleikarnir áttu að fara fram á föstudegi og ég var mættur með fyrstu gestum, haldandi í húninn, þegar hleypa átti inn á tónleikana. En eitthvað hafði misfarist með vínveitingaleyfi fyrir staðinn þetta kvöld og neyddist tónleikahaldarinn til að fresta tónleikunum um einn sólarhring. Hann kom út og tilkynnti þetta á tröppunum fyrir framan staðinn. Þetta var Denni Kragh,“ segir Frosti. Nú er úr vöndu að ráða. En... „Einhvernvegin gerðist það að við fórum að tala saman ogég greini honum frá áhyggjum mínum af aldurstakmarkinu og hvers vegna ég mætti alls ekki missa af þessum tónleikum. Hann sagði mér engar áhyggjur að hafa. Ég átti bara að mæta tímalega daginn eftir og hann mundi redda þessu. Og það stóð eins og stafur á bók. Þegar ég mætti daginn eftir hleypti hann mér inn áður en staðurinn opnaði og rétti mér kveikjara og reykelsi sem hann sagði mér svo að dreifa um staðinn. Svo tilkynnti hann öllu starfsfólki, gæslumönnum og dyravörðum að þessi litli strákur með síða hárið væri í vinnu hjá sér og hann ætti að fá að vera inni þetta kvöld.“Vinátta Denna og lögmanns hans Það fylgir svo sögu Frosta að lokatónleikar HAM í Tunglinu hafi verið einhverjir bestu tónleikar sem hann hefur upplifað. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir afar athyglisverða sögu af Denna sem hún birti á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn – jarðarfarardegi. „Í dag er ágætur vinur minn Þorsteinn Kragh borinn til grafar. Þorsteini kynntist ég þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald sumarið 2008 grunaður um stórfellt smygl á hassi. Ég hafði þá aðeins starfað í rúmt ár sem lögmaður og datt í djúpu laugina þar sem verjandi hans og samstarfsmaður minn var í sumarleyfi erlendis.“Ótrúlega heillandi en brotinn „Það sem kannski fæstir átta sig á sem ekki þekkja til starfa lögmanna í verjendastörfum er að í þannig málum er hin lögfræðilega ráðgjöf aðeins lítill hluti starfsins, sér í lagi þegar gæsluvarðhald og jafnvel einangrun stendur yfir. Í starfinu felst ekki síður mikilvægur en ósýnilegur þáttur, eins konar sálgæsla, að viðhalda mannlegum samskiptum þegar einangrunin frá umheiminum er alger.“Heiðrún Lind varð óvænt lögmaður Denna. Hún skrifar á áhrifamikinn hátt um kynni sín af honum.visir/stefánÍ tilviki Þorsteins má segja að hann hafi gert þetta hlutverk nokkuð auðvelt. Hann var fróður, vel lesinn, víðsýnn og hnyttinn. Hann hafði einhvern neista, sem var ótrúlega heillandi og skemmtilegur. En hann var líka brotinn og dró djöfla sem hann átti erfitt með að losa sig við,“ skrifar Heiðrún Lind.Náði ekki að finna sína réttu syllu Þorsteinn hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir smygl á 200 kílóum hassi og hálfu öðru kílói af kókaíni. „Í allri sinni afplánun og löngu eftir að henni lauk var hann hins vegar staðráðinn í að rísa upp úr öskustónni. Og hann barðist. Hann reyndi. Oft. Við heyrðumst yfirleitt eða hittumst nokkrum sinnum á ári, en það var rúmt ár síðan við settumst síðast niður. Hann bar sig alltaf vel. En það var það sem hann sagði ekki sem var svo hrópandi.Honum var ekki að takast að finna aftur rétta syllu í lífinu. Hann náði ekki að glæða aftur neistann í sálinni. Það er ótrúlega sorglegt að nú sé uppgjöfin endanleg,“ segir Heiðrún.Fordæming okkar hinna er óþörf Og Heiðrún Lind dregur ályktanir af þessum kynnum sínum við Þorstein Kragh sem hljóta að mega heita hollar öllum þeim sem heyra: „Ég vildi óska að svona hefði ekki farið – og mér finnst raunar að ég og við sem samfélag eigum hlut í máli. Við stærum okkur af því að fangelsisvist sé betrun. Það kann svosem að vera, en ég held hins vegar að við þurfum hvert og eitt að líta í eigin barm og spyrja hvort þeir sem misstigi sig fái einhvern tíma lokið afplánun í augum samfélagsins? Hættum við einhvern tímann að refsa fólki? Þeir sem hafa farið út af sporinu í lífinu eru líklega sjálfir sínir hörðustu gagnrýnendur. Þeir rífa sig niður dag hvern. Það átti sannanlega við um Þorstein. Fordæming okkar hinna er óþörf. Og það sem meira er, hún er skaðleg – banvæn. Þorsteinn var andlega þenkjandi og trúði staðfastlega á líf eftir dauðann. Ég vona að sú trú hans hafi verið rétt og að hann sé nú umkringdur allri þeirri hamingju og ást sem hann svo mjög þráði og átti skilið. Ég votta dóttur hans, systkinum og vinum mína dýpstu samúð.“ ... (Uppfært 16:50. Upphafleg fyrirsögn, „Fíknin og þvermóðskan dró Denna Kragh til dauða“ var ónákvæm í ljósi nýrra upplýsinga og hefur henni verið breytt. En, frásögnin stendur að öðru leyti.) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Í vikunni var Þorsteinn Kragh athafnamaður borinn til grafar. Hann fannst látinn í íbúð sinni á laugardaginn. Þorsteinn hafði hrasað og hlaut höfuðáverka sem leiddu til dauða hans. Denni Kragh, eins og hann var ávallt kallaður, á sér athyglisverða sögu. Hann var afar áberandi í bæjarlífinu um árabil, starfaði sem umboðsmaður og stóð fyrir tónleikum. Vinsæll og vel liðinn. Því varð það mörgum verulegt áfall þegar hann var gripinn grunaður um fíkniefnasmygl. Sem hann var dæmdur fyrir og sat inni vegna. Þetta reyndist þungt högg fyrir Denna og þáttaskil í hans lífi. „Hann molnaði. Og sennilega dó hann í fangelsinu. Hitt bara formlegheit,“ segir Bubbi Morthens, vinur hans, í samtali við Vísi. „Það líkaði öllum vel við Þorstein Kragh, hann á að hafa átt í ástarsambandi við Nelly Furtado og verið við jarðarför Pavarottis. Það var síðan eins og blaut tuska framan í alla þegar Þorsteinn var hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að stærsta fíkniefnasmygli Íslandssögunnar. Meðal þess sem fjölmarga sem Þorsteinn hefur tekið sér fyrir hendur er að elda ofan í forseta Bandaríkjanna.“ Svo var opnuúttekt um Denna fylgt úr hlaði í DV 11. júní 2008 undir yfirskriftinni „Tvöfalt líf Þorsteins Kragh“. Valur Grettisson skráði af mikilli samviskusemi.Svona kom Denni lesendum DV fyrir sjónir í ítarlegri opnuúttekt blaðsins sem var undir yfirskriftinni Tvöfalt líf Þorsteins Kragh.Allir helstu fjölmiðlar landsins fjölluðu ítarlega um málið allt enda það merkilegt í sjálfu sér auk þess sem Denni var þekktur maður úr bæjarlífinu sem og af störfum sínum sem umboðsmaður.Einfari en vinur hinna frægu og ríku Denni fæddist 1961 og ólst uppá Skaganum. Sem ungur maður var hann búsettur í Amsterdam og virðist þá hafa komist í samband við fíkniefnaheiminn en samkvæmt úttekt DV var hann dæmdur í upphafi níunda áratugarins vegna fíkniefnasmygls. En, það fór aldrei hátt. Þó honum sé lýst sem einfara var hann þekktur fyrir að vera í nánu vinvengi við fræga fólkið, hann gerðist umboðsmaður ofurrokkhljómsveitarinnar GCD og seinna Bubba Morthens. Árið 1995 skipulagði hann tónlistarhátíðina Uxa „Fjölmargar heimsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn mættu á svæðið og meðal annars danshljómsveitin Prodigy. Hátíðin þótti vel heppnuð en tapið engu að síður gríðarlegt. Hátíðin átti að vera árlega en það var snarlega hætt við það vegna þess hversu illa menn fóru fjárhagslega út úr henni,“ segir í úttekt Vals.Flutti inn heimsfræga tónlistarmenn Sagt er að kurteislegt fas og þokki Denna hafi heillað þá sem í kringum hann voru. Og hann tók að flytja til Íslands tónlistarmenn eins og Richard Clayderman, Blur og svo sjálfan Placido Domingo. Jón Ólafsson athafnamaður, sem í einhverjum tilvikum var í viðskiptasambandi við Þorstein, lýsir honum sem algjöru ljúfmenni og traustum samstarfsmanni. Og Jón segist varla hafa tekið eftir því að Þorsteinn drykki. Þá er nefnt að Denni hafi verið mikill göngugarpur og meðal annars gengið upp á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro.Denni var meðal annars á forsíðu DV en fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um allan málareksturinn í kjölfar þess að hann var gripinn fyrir smygl á fíknefnum og svo dóm sem Denni hlaut í kjölfarið.Bubbi Morthens starfaði sem fyrr segir náið með Denna Kragh, árum saman voru þeir í daglegum samskiptum og Bubbi segir að svona sé alkóhólismann. „Hann mylur fólk undir sig. Denni var ótrúlega flottur strákur, en honum bar ekki gæfa til ...“Erfið æska lagði grunninn að því sem verða vildi Bubbi kom að jarðarförinni, troðfull Fríkirkja og þar söng Bubbi meðal annars frumsamið lag um vin sinn. Hann segir sögu Þorsteins Kragh vissulega í frásögur færandi. „Við fæðumst öll hrein, ósnert. Svo leggur það línurnar hvernig fyrstu árin manns eru. Denni sagði mér, og ég hef svo heyrt, að í æsku hans hafi geisað fárviðri. Þar með með eru einhvers konar vegur lagður, börn skemmast. Og heilinn okkar skemmist við áföll og endurtekin áföll og börn segja ekki þegar þau eru ung; heyrðu, gott fólk, hér er ekki hægt að vera, ég er fluttur. Og, svo bara læra menn að lifa af,“ segir Bubbi sem er ekki í vafa um að erfið æska hafi lagt grunn að því sem síðar varð.Bubbi minnist nú vinar síns. Hann segir Denna ekki hafa viljað takast á við áföllin og því fór sem fór. Hann dó í fangelsinu.visir/stefánBubbi segir að Denni hafi verið „náttúrugreindur“ eins og hann kallar það. „Svo fékk hann í vöggugjöf fríðleika sem springur út á unglingsárum. Og, vegna þess hversu brotinn hann var, því Denni þráði heitast að vera elskaður, var hann yndi allra. Og fór í gegnum alla múra og allar varnir. Hann þráði svo heitt að fólki líkaði vel við sig. Og hann fékk ótrúlega margt í vöggugjöf. Mikið af góðum gjöfum sem sumar nýttust honum og aðrar ekki.“Fullkominn í hlutverk umboðsmanns Bubbi segir að Denni hafi verið fullkominn í hlutverk umboðsmannsins. Það hafi átt vel við hann. „Hann hafði gríðarlega hæfileika til að eiga í samskiptum við fólk og fá það á sitt band. Það var alveg sama hvort það voru einhverjar kanónur úti í heimi eða bara strákar og stelpur hérna heima. Og þar var hann algjörlega frábær. En, hann hafði þessa drauga í eftirdragi eins og við öll sem verðum fyrir áföllum í æsku. Þegar við vöxum upp er ekkert mál fyrir okkur sem ungt fólk að stugga skuggum og ófreskjum frá og grafa niður í undirmeðvitundinni, en með árunum vex þetta okkur yfir höfuð ef við gerum ekkert í því. Og þá verður þetta að meini. Denni valdi það sem skilaði honum svo í fangelsi, hann ætlaði sér sennilega að verða ríkur á þessu,“ segir Bubbi og vísar til hins örlagaríka fangelsisdóms.Denni í réttarsal en hann neitaði ávallt sök. Nýstárlegar aðferðir voru notaðar til að sönnunar, lögreglan rakti notkun (burner) símanúmers sem notað var til að hafa samband við hollenskan mann sem gripinn var með fíkniefnin, var borið saman við símanotkun farsíma Denna, en á síma hans kviknaði alltaf strax eftir að hitt númerið hafði verið notað.visir/gva„Hann hafði verið að nota efni og vín og allt þetta. Eins og gerist og gengur. Og, merkilegt að þegar ég ákveð að hætta að nota heilamengandi efni, þá kom hann að máli við mig og segir að besta í stöðunni sé að við myndum hætta að vinna saman. Kannski sá hann það fyrir að ég myndi segja að ég gæti ekki unnið með honum ef hann væri að nota eitthvað. Og svo gerði hann mér einhvern stærsta greiða lífs míns að hann leiddi okkur Palla (umboðsmann Bubba um árabil) á fund og sagði að hann væri maðurinn sem gæti sennilega unnið með mér. Sem var stórmerkilegt og sýnir innsæi hans.“Dó í fangelsinu Svo verða alger hvörf í samskiptum Bubba og Denna þegar sá síðarnefndi er dæmdur til afplánunar. „Ég hvatti hann til að nýta sér þau tækifæri sem byðust í fangelsinu. Fangelsi getur verið fangelsi en þú getur verið frjáls þar. Fer eftir því hvernig þú stillir hausinn á þér,“ segir Bubbi. Þeir höfðu verið í daglegu sambandi þegar þeir störfuðu saman, en Bubbi segist hafa kynnst Denna 1982, árið 1986 fóru þeir að starfa saman. Denni var einn besti vinur Bubba og þeir voru í daglegu sambandi allt til 1996 og reglulega allt þar til Denni fór í fangelsi. Bubbi reyndi að nálgast vin sinn þá.Frá réttarhöldunum. Þarna urðu alger hvörf í lífi Denna.visir/gva„Ég hvatti hann til að fara í nám og stunda hugleiðslu hjá bróður mínum sem hefur farið með búddisma inní fangelsin.Hann sagðist alltaf vera saklaus en ég sagðist ekki trúa honum. Hann varð gríðarlega reiður útí mig. Gæfan rétti honum höndina, en hann tók ekki þau tækifæri sem buðust. Í staðinn fyrir að taka þetta á kassann, dóminn og við hefðum allir rétt honum hjálparhönd um leið og verið boðnir og búnir að aðstoða hann við að koma undir sig fótunum. En hann bara molnaði. Og sennilega dó í fangelsinu. Svo var hitt bara formlegt.“Vildi aldrei horfast í augu við dóminn Bubbi segir að Denni hafi haft áhrif á fólk og afskaplega sorglegt til þess að hugsa að honum hafi ekki borið gæfa til að sjá að það væri líf framundan þrátt fyrir þetta áfall.Atli Bergmann syrgir nú vin sinn en Denni starfaði á hestabúgarði í Danmörku undanfarin árin, við tamningar.visir/anton brink„Hann hélt að þetta væri búið, mannorðið farið og hann ætti ekki afturkvæmt. Þannig sá hann þetta. Hann var mulinn, farinn, fíknin kramdi hann og það af vinna ekki úr sínum málum. Hann hafði þetta tækifæri en það er svo sjaldgæft að menn sem verða fyrir miklum áföllum barnungir, nái áttum. Þeir oftar en ekki falla fyrir eigin hendi, þeir deyja úr alkóhólisma.“ Bubbi segir að Denna hafi verið algerlega fyrirmunað að horfast í augu við þessa stöðu mála og gjörðir sínar. „Ég sagði við hann Denni, þeir náðu þér og nú skaltu gera gott úr því. En það var ekki að gera sig.“Missti stjórn á neyslunni í og eftir fangelsisvistina Bubbi segist hafa skírskotað til þess að Denni ætti flottan feril og ekki væri nein nauðsyn að velja við þetta. Bara taka þetta á kassann, axla ábyrgð; þetta myndi ekki þurrka út allt hið góða og fína og flotta.„En, það gerðist samt vegna afstöðu hans. Og þarna missir Denni stjórn á neyslunni, í fangelsinu og þegar hann kemur út þaðan. Það verður bara að segjast eins og er. Neysla sem hafði ekki verið mjög mikil. Hann var mjög agaður, notaði fíkniefni en hafði rútínu á því. Hann var aldrei í daglegri neyslu, fór að nota önnur efni, pillur og svona.“ Bubbi segir sína afstöðu nú vera þá að dvelja ekki við það sem leiddi til hins þunga dóms vinar síns. „Þegar ég skoða heildarmyndina sé ég mikla og fallega hæfileika nýtast og svo fara forgörðum. Uppúr stendur falleg mynd af góðum dreng sem bar ekki gæfa til að lifa lífinu til fullnustu. En fyrir mér var Denni eins og einn úr fjölskyldunni minni og ég syrgi hann sem slíkan.“Enn einn félaginn fallinn fyrir Bakkusi Vísir ræddi við fleiri sem þekktu Denna til að fá fleiri púsl í þetta dramatíska lífshlaup. Atli Bergmann auglýsinga- og veiðimaður með meiru var ágætur vinur hans og var harmi sleginn þegar Vísir ræddi við hann um manninn sem Atli segir hafa verið mikinn ljúfling og töffara. Segir að Denni hafi gert mikið fyrir íslenska tónlist. Hann hafi undanfarin ár starfað á hestabúgarði úti í Danmörku, lent í slysi við tamningar og þurft að nota sterk verkjalyf frá því. Það hafi ekki farið vel með annarri neyslu. „Enn einn félaginn fallinn fyrir Bakkusi,“ segir Atli.Frosti segir Denna hafa breytt lífi sínu með því að bjarga sér inn á tónleika lífs hans: HAM í Tunglinu þegar Frosti var 16 ára.visir/BrinkRichard Scopie tónlistarmaður tekur í sama streng en hann er einn af mörgum sem minntist Denna. Hann segir á Facebooksíðu sinni að hörmulegar fregnir af fráfalli Denna hafi verið reiðarslag. „Denni var ekki alltaf allra, en við náðum mjög vel saman og áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Denni var alltaf mjög dulur, en á sama tíma, maður sem gat gefið mikið af sér og gerði - vinur vina sinna.“Eftirminnilegustu tónleikar Frosta Annar forn félagi úr bransanum er Frosti í Mínus, Frosti Logason útvarpsmaður á X-inu. Hann segir skondna sögu af kynnum sínum af Denna, á Facebooksíðu sinni, sem má heita lýsandi: „Mér hefur alltaf verið sérstaklega hlýtt til Denna eins og hann var kallaður. Ég kynntist honum fyrst árið 1994. Þá var mín uppáhalds hljómsveit að halda lokatónleika í Tunglinu í Lækjargötu. Ég var bara sextán ára, en það var átján, ef ekki tuttugu ára aldurstakmark inn á Tunglið. Tónleikarnir áttu að fara fram á föstudegi og ég var mættur með fyrstu gestum, haldandi í húninn, þegar hleypa átti inn á tónleikana. En eitthvað hafði misfarist með vínveitingaleyfi fyrir staðinn þetta kvöld og neyddist tónleikahaldarinn til að fresta tónleikunum um einn sólarhring. Hann kom út og tilkynnti þetta á tröppunum fyrir framan staðinn. Þetta var Denni Kragh,“ segir Frosti. Nú er úr vöndu að ráða. En... „Einhvernvegin gerðist það að við fórum að tala saman ogég greini honum frá áhyggjum mínum af aldurstakmarkinu og hvers vegna ég mætti alls ekki missa af þessum tónleikum. Hann sagði mér engar áhyggjur að hafa. Ég átti bara að mæta tímalega daginn eftir og hann mundi redda þessu. Og það stóð eins og stafur á bók. Þegar ég mætti daginn eftir hleypti hann mér inn áður en staðurinn opnaði og rétti mér kveikjara og reykelsi sem hann sagði mér svo að dreifa um staðinn. Svo tilkynnti hann öllu starfsfólki, gæslumönnum og dyravörðum að þessi litli strákur með síða hárið væri í vinnu hjá sér og hann ætti að fá að vera inni þetta kvöld.“Vinátta Denna og lögmanns hans Það fylgir svo sögu Frosta að lokatónleikar HAM í Tunglinu hafi verið einhverjir bestu tónleikar sem hann hefur upplifað. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir afar athyglisverða sögu af Denna sem hún birti á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn – jarðarfarardegi. „Í dag er ágætur vinur minn Þorsteinn Kragh borinn til grafar. Þorsteini kynntist ég þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald sumarið 2008 grunaður um stórfellt smygl á hassi. Ég hafði þá aðeins starfað í rúmt ár sem lögmaður og datt í djúpu laugina þar sem verjandi hans og samstarfsmaður minn var í sumarleyfi erlendis.“Ótrúlega heillandi en brotinn „Það sem kannski fæstir átta sig á sem ekki þekkja til starfa lögmanna í verjendastörfum er að í þannig málum er hin lögfræðilega ráðgjöf aðeins lítill hluti starfsins, sér í lagi þegar gæsluvarðhald og jafnvel einangrun stendur yfir. Í starfinu felst ekki síður mikilvægur en ósýnilegur þáttur, eins konar sálgæsla, að viðhalda mannlegum samskiptum þegar einangrunin frá umheiminum er alger.“Heiðrún Lind varð óvænt lögmaður Denna. Hún skrifar á áhrifamikinn hátt um kynni sín af honum.visir/stefánÍ tilviki Þorsteins má segja að hann hafi gert þetta hlutverk nokkuð auðvelt. Hann var fróður, vel lesinn, víðsýnn og hnyttinn. Hann hafði einhvern neista, sem var ótrúlega heillandi og skemmtilegur. En hann var líka brotinn og dró djöfla sem hann átti erfitt með að losa sig við,“ skrifar Heiðrún Lind.Náði ekki að finna sína réttu syllu Þorsteinn hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir smygl á 200 kílóum hassi og hálfu öðru kílói af kókaíni. „Í allri sinni afplánun og löngu eftir að henni lauk var hann hins vegar staðráðinn í að rísa upp úr öskustónni. Og hann barðist. Hann reyndi. Oft. Við heyrðumst yfirleitt eða hittumst nokkrum sinnum á ári, en það var rúmt ár síðan við settumst síðast niður. Hann bar sig alltaf vel. En það var það sem hann sagði ekki sem var svo hrópandi.Honum var ekki að takast að finna aftur rétta syllu í lífinu. Hann náði ekki að glæða aftur neistann í sálinni. Það er ótrúlega sorglegt að nú sé uppgjöfin endanleg,“ segir Heiðrún.Fordæming okkar hinna er óþörf Og Heiðrún Lind dregur ályktanir af þessum kynnum sínum við Þorstein Kragh sem hljóta að mega heita hollar öllum þeim sem heyra: „Ég vildi óska að svona hefði ekki farið – og mér finnst raunar að ég og við sem samfélag eigum hlut í máli. Við stærum okkur af því að fangelsisvist sé betrun. Það kann svosem að vera, en ég held hins vegar að við þurfum hvert og eitt að líta í eigin barm og spyrja hvort þeir sem misstigi sig fái einhvern tíma lokið afplánun í augum samfélagsins? Hættum við einhvern tímann að refsa fólki? Þeir sem hafa farið út af sporinu í lífinu eru líklega sjálfir sínir hörðustu gagnrýnendur. Þeir rífa sig niður dag hvern. Það átti sannanlega við um Þorstein. Fordæming okkar hinna er óþörf. Og það sem meira er, hún er skaðleg – banvæn. Þorsteinn var andlega þenkjandi og trúði staðfastlega á líf eftir dauðann. Ég vona að sú trú hans hafi verið rétt og að hann sé nú umkringdur allri þeirri hamingju og ást sem hann svo mjög þráði og átti skilið. Ég votta dóttur hans, systkinum og vinum mína dýpstu samúð.“ ... (Uppfært 16:50. Upphafleg fyrirsögn, „Fíknin og þvermóðskan dró Denna Kragh til dauða“ var ónákvæm í ljósi nýrra upplýsinga og hefur henni verið breytt. En, frásögnin stendur að öðru leyti.)
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira