Blaðamaður var myrtur á jólaskemmtun sem haldin var í skóla sonar hans í borginni Acayucan í Mexíkó í dag. Blaðamaðurinn hét Gumaro Perez og var 35 ára gamall. Hann hafði fjallað reglulega um eiturlyfjasmygl. Borgin Acayucan er í Veracruz-ríki Mexíkó en Perez varð þar með þriðji blaðamaðurinn sem myrtur er í því ríki á þessu ári en tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár.
Morðinginn gekk vopnaður inn í skólastofu sex ára gamals sonar Perez þar sem hann skaut blaðamanninn á meðan jólaskemmtun stóð.
Samtökin blaðamenn án landamæra tilkynntu í dag að 65 fjölmiðlamenn um heim allan hefðu verið myrtir við störf sín í ár, þar á meðal 50 blaðamenn. Samkvæmt gögnum samtakanna er hættulegast að vera blaðamaður í Mexíkó.
Fréttaveita Reuters segir frá því að 111 fjölmiðlamenn hafi verið myrtir í Mexíkó frá árinu 2000.
Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

