Lítið gert fyrir þá verst settu að mati formanns Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 20:44 Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira