Lítið gert fyrir þá verst settu að mati formanns Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 20:44 Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira