Hlutabréfin flugu upp eftir úrlausn deilunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 19:45 Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“ Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“
Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03