Hera Björk og Birkir tennisfólk ársins 2017 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 20:45 Hera Björk og Birkir áttu gott ár. mynd/tsí Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar. Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar.
Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira