John Snorri varð undir eftir langa baráttu við Arion banka Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 13:43 John Snorri Sigurjónsson varð fyrstur Íslendinga upp á K2. Mynd/Kári Schram Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur verið dæmdur til þess að greiða Arion banka 635.363 kr. ásamt dráttarvöxtum fyrir að hafa ekki staðið í skilum á afborgunum á láni sem tekið var í Sparisjóði Ólafsfjarðar árið 2009. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Var hann einnig dæmdur til þess að greiða 500.000 kr. í málskostnað. Krafa Arion banka byggði á afborgunarsamningi láns upp á tæplega 2,5 milljónir króna. Skuldina, ásamt vöxtum, átti að greiða með tólf gjalddögum. Segir í dómnum að staðið hafi verið við níu afborganir en lánið verið gjaldfellt í nóvember 2009. Fór bankinn því fram á eftirstöðvar skuldarinnar, sem nam sem fyrr segir 635.363 kr. auk málskostnaðar upp á 500.000 kr. Sýknukrafa Johns Snorra byggði á að krafa Arion banka væri fyrnd og vísaði hann til laga um fyrningu kröfuréttinda sem kveður á um að almennur fyrningartími sé fjögur ár. Einnig segir hann að honum hafi ekki verið kynnt efni samningsins þegar lánið var tekið.Vísuðu til undirskriftar um reglur og skilmálaArion banki vísaði til laga sem benda á að fyrningartími peningalána sé tíu ár og vísaði til undirritaðrar umsóknar Johns Snorra þar sem hann staðfestir að hafa kynnt sér reglur og skilmála Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Var hann dæmdur til þess að greiða eftirstöðvar lánsins auk dráttarvaxta auk málskostnaðar sem fyrr segir. Frá og með 1. janúar 2012 tók Arion banki við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Ólafsfjarðar vegna samruna félaganna. Í samtali við fréttastofu Vísis segist John Snorri ekki ætla að áfrýja dómnum til Lands- eða Hæstaréttar. John Snorri vann það þrekvirki að klífa næsthæsta fjall heims, K2, á árinu en það er 8.611 metrar. Ganga Johns Snorra var hluti af áheitasöfnun fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Dómsmál Tengdar fréttir „Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00 John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 „Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur verið dæmdur til þess að greiða Arion banka 635.363 kr. ásamt dráttarvöxtum fyrir að hafa ekki staðið í skilum á afborgunum á láni sem tekið var í Sparisjóði Ólafsfjarðar árið 2009. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Var hann einnig dæmdur til þess að greiða 500.000 kr. í málskostnað. Krafa Arion banka byggði á afborgunarsamningi láns upp á tæplega 2,5 milljónir króna. Skuldina, ásamt vöxtum, átti að greiða með tólf gjalddögum. Segir í dómnum að staðið hafi verið við níu afborganir en lánið verið gjaldfellt í nóvember 2009. Fór bankinn því fram á eftirstöðvar skuldarinnar, sem nam sem fyrr segir 635.363 kr. auk málskostnaðar upp á 500.000 kr. Sýknukrafa Johns Snorra byggði á að krafa Arion banka væri fyrnd og vísaði hann til laga um fyrningu kröfuréttinda sem kveður á um að almennur fyrningartími sé fjögur ár. Einnig segir hann að honum hafi ekki verið kynnt efni samningsins þegar lánið var tekið.Vísuðu til undirskriftar um reglur og skilmálaArion banki vísaði til laga sem benda á að fyrningartími peningalána sé tíu ár og vísaði til undirritaðrar umsóknar Johns Snorra þar sem hann staðfestir að hafa kynnt sér reglur og skilmála Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Var hann dæmdur til þess að greiða eftirstöðvar lánsins auk dráttarvaxta auk málskostnaðar sem fyrr segir. Frá og með 1. janúar 2012 tók Arion banki við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Ólafsfjarðar vegna samruna félaganna. Í samtali við fréttastofu Vísis segist John Snorri ekki ætla að áfrýja dómnum til Lands- eða Hæstaréttar. John Snorri vann það þrekvirki að klífa næsthæsta fjall heims, K2, á árinu en það er 8.611 metrar. Ganga Johns Snorra var hluti af áheitasöfnun fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans.
Dómsmál Tengdar fréttir „Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00 John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 „Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00
John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38
„Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. 4. ágúst 2017 16:52
John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34