Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 11:57 Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Vísir/Ernir Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira