Reykjavík valin ævintýraáfangastaður Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 11:21 Hópur þýskra ferðamanna á göngu um Reykjavík. Vísir/Stefán Reykjavík hefur verið valin Ævintýraáfangastaður Evrópu af tímaritinu Luxury Travel Guide. Þetta er annað árið í röð sem borgin er valin af starfsmönnum tímaritsins en í umsögn um Reykjavík segir að hún sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visit Reykjavík. Dómnefnd Luxury Travel Guide, sem skipuð er fagfólki á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar, segir einnig að fjölskylduferð til Reykjavíkur sé uppskrift að spennandi ævintýrum og einstökum minningum sem enginn eigi að láta fram hjá sér fara. „Í viðurkenningunni fyrir árið 2018 felst m.a. forsíðugrein í tímariti LTG um Reykjavík og ferðaþjónustu á hér á landi. Tímaritinu verður dreift til yfir 500 þúsund áskrifenda, á tíu þúsund lúxushótel, á setustofur flugvalla, skemmtiferðaskip og ferðaskrifstofur um allan heim. Þá verður fulltrúum Reykjavíkurborgar boðið að koma og taka á móti viðurkenningunni á sérstakri verðlaunaathöfn tímaritsins þar sem Reykjavík á jafnframt möguleika á að vera valin Ævintýraáfangastaður alls heimsins árið 2018,“ segir í tilkynningunni. Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir það mikinn heiður fyrir Reykjavíkurborg að skara fram úr með þessum hætti á alþjóðavísu. „Fagtímaritið Luxury Travel Guide veitir nú borginni viðurkenningu annað árið í röð og ljóst að sú framþróun sem hefur orðið síðustu ár á áfangastaðnum Reykjavík vekur heimsathygli. Þetta er jafnframt viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð í kynningu og markaðssetningu á borginni þar sem áherslan hefur verið á að kynna þá fjölbreyttu afþreyingu og menningu sem er til staðar. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Reykjavík hefur verið valin Ævintýraáfangastaður Evrópu af tímaritinu Luxury Travel Guide. Þetta er annað árið í röð sem borgin er valin af starfsmönnum tímaritsins en í umsögn um Reykjavík segir að hún sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visit Reykjavík. Dómnefnd Luxury Travel Guide, sem skipuð er fagfólki á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar, segir einnig að fjölskylduferð til Reykjavíkur sé uppskrift að spennandi ævintýrum og einstökum minningum sem enginn eigi að láta fram hjá sér fara. „Í viðurkenningunni fyrir árið 2018 felst m.a. forsíðugrein í tímariti LTG um Reykjavík og ferðaþjónustu á hér á landi. Tímaritinu verður dreift til yfir 500 þúsund áskrifenda, á tíu þúsund lúxushótel, á setustofur flugvalla, skemmtiferðaskip og ferðaskrifstofur um allan heim. Þá verður fulltrúum Reykjavíkurborgar boðið að koma og taka á móti viðurkenningunni á sérstakri verðlaunaathöfn tímaritsins þar sem Reykjavík á jafnframt möguleika á að vera valin Ævintýraáfangastaður alls heimsins árið 2018,“ segir í tilkynningunni. Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir það mikinn heiður fyrir Reykjavíkurborg að skara fram úr með þessum hætti á alþjóðavísu. „Fagtímaritið Luxury Travel Guide veitir nú borginni viðurkenningu annað árið í röð og ljóst að sú framþróun sem hefur orðið síðustu ár á áfangastaðnum Reykjavík vekur heimsathygli. Þetta er jafnframt viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð í kynningu og markaðssetningu á borginni þar sem áherslan hefur verið á að kynna þá fjölbreyttu afþreyingu og menningu sem er til staðar. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira