Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2017 08:56 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“ Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“
Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21