Innlent

Á­kærður fyrir nauðgun á ný­árs­dag

Árni Sæberg skrifar
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu á að morgni nýársdags árið 2024. 

Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum, sem þingfest var í fyrradag. Þar segir að hann hafi í svefnherbergi í Reykjavík án samþykkist haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung.

Hann hafi beðið konuna endurtekið um samræði, ýtt henni á rúmið, afklætt hana og haldið henni niðri, sleikt kynfæri hennar og haft við hana samræði. Hann hafi skeytt því engu engu að konan ítrekaði með orðum og athöfnum að hún vildi þetta ekki og bæði hann um að láta af háttseminni og klóraði og kleip hann. Af þessu hafi konan hlotið mar á læri.

Í ákæru er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnar, auk þess sem þriggja milljóna króna miskabóta er krafist fyrir hönd konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×