Lífið ákvað að taka saman þá frægu foreldra sem urðu þeirrar lukku aðnjótandi að eignast börn á árinu 2017.
Ballerínubörn
Stórleikkonan Natalie Portman og eiginmaður hennar, franski ballettdansarinn Benjamin Millepied, eignuðust sitt annað barn saman, dótturina Amaliu, í febrúar á þessu ári.Natalie og Benjamin kynntust við tökur á kvikmyndinni Black Swan og byrjuðu saman árið 2009. Ári síðar tilkynntu þau trúlofun sína og eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Aleph, í júní árið 2011. Árið 2012 gengu þau síðan í það heilaga.
Fjölgaði í fjölskyldunni um þrjá
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams eignaðist þríbura í janúar með eiginkonu sinni, Helen Lasichanh.Fyrir áttu þau Pharrell og Helen soninn Rocket Williams, sem fæddist árið 2008, en lagið Rocket’s Theme úr teiknimyndinni Despicable Me var samið til heiðurs honum.
Pharrell og Helen hafa verið saman um árabil og giftu sig þann 12. október árið 2013.
Kraftaverkabarn
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel eignaðist son með eiginkonu sinni, Molly McNearney, í apríl 2017.Snáðinn, sem hefur fengið nafnið Billy, átti erfiðar fyrstu vikur og gekkst undir stóra hjartaaðgerð nokkrum mánuðum eftir að hann kom í heiminn. Jimmy tók sér viku frí frá sjónvarpinu af þessum sökum en fyrr í þessum mánuði mætti hann með Billy í þáttinn, Jimmy Kimmel Live! Var það afar tilfinningaþrungin stund og þakkaði Jimmy öllu starfsfólki sjúkrahússins í Los Angeles fyrir þá meðferð sem sonur hans hefur fengið síðustu mánuði.
Billy er fjórða barn Jimmy. Hann á dótturina Katharine, 26 ára, og soninn Kevin, 24 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Gina Maddy. Þá eiga þau Molly einnig dótturina Jane sem kom í heiminn árið 2014, ári eftir að þau Jimmy og Molly gengu í það heilaga.
Lengi lifir í gömlum glæðum
Goðsögnin Billy Joel, sem fagnaði 68 ára afmæli sínu á árinu, eignaðist sitt þriðja barn, dótturina Remy Anne, þann 22. október.Billy eignaðist Remy með fjórðu eiginkonu sinni, Alexis Roderick, sem er 35 ára, en fyrir áttu þau dótturina Della Rose, sem kom í heiminn í ágúst árið 2015.
Billy á einnig dótturina Alexa Ray Joel, 32 ára, með annarri eiginkonu sinni, Christie Brinkley.
Frumburðurinn fæddur
Leikarinn Bradley Cooper og ofurfyrirsætan Irina Shayk eignuðust sitt fyrsta barn í mars, dótturina Lea De Seine.Bradley og Irina hefur verið saman síðan í apríl 2015 og hafa sögusagnir verið uppi þess efnis að þau séu trúlofuð. Ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.
Níunda barnið fætt
Leikarinn Mel Gibson, sem verður 62ja ára í janúar á næsta ári, eignaðist soninn Lars Gerard með kærustu sinni, Rosalind Ross, í janúar síðastliðnum.Þetta er hvorki meira né minna en níunda barn leikarans. Hann á sjö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Robyn Denise Moore, eina dóttur, Hannah, 37 ára, og sex syni: Edward, 35 ára, Christian, 35 ára, William, 32 ára, Louis, 29 ára, Milo, 27 ára og Thomas, 18 ára.
Þá á hann dótturina Luciu, 8 ára, með fyrrverandi kærustu sinni, Oksönu Grigorieva.
Tveir synir í leiklistarfjölskyldu
Leikarinn Benedict Cumberbatch og eiginkona hans, leikstjórinn Sophie Turner, eignuðust annað barn sitt í mars, soninn Hal Auden.Fyrir áttu hjóninn soninn Cristopher sem fagnaði tveggja ára afmæli sínu í ár.
Benedict og Sophie trúlofuðu sig í nóvember árið 2014 eftir sautján ára vináttu og giftust í febrúar ári síðar.
Sprelligosi fjölgar sér
Grínistinn Andy Samberg og tónlistarkonan Joanna Newsom eignuðust sitt fyrsta barn, heilbrigða stúlku, í ágúst.Joanna og Andy trúlofuðu sig í febrúar 2013, eftir fimm ára samband, og giftu sig í september sama ár.
Á eftir barni kemur brúðkaup
Tennisstjarnan Serena Williams og Alexis Ohanian, einn af stofnendum samfélagsmiðilsins Reddit, eignuðust dóttur þann 1. september síðastliðinn. Er þetta fyrsta barn parsins.Serena og Alexis trúlofuðu sig í desember í fyrra og gengu í það heilaga nokkrum vikum eftir fæðingu dótturinnar, eða þann 16. nóvember síðastliðinn. Meðal gesta í brúðkaupinu voru Beyoncé, Kelly Rowland og Kim Kardashian West.
Heiðrar látna systur
Leikarinn David Arquette eignaðist soninn Augustus Alexis Arquette II með eiginkonu sinni, Christinu, í mars.Þetta er annað barn hjónanna, sem giftust árið 2015, en fyrir áttu þau son sem varð þriggja ára á árinu.
David tilkynnti það á samfélagsmiðlum að millinafn nýja barnsins, Alexis, væri í höfuðið á systur leikarans, Alexis Arquette, sem lést í september 2016.
Þá á David einnig dótturina Coco með leikkonunni Courteney Cox, sem kom í heiminn árið 2004.
Ólétt á miðjum aldri
Söngkonan Janet Jackson vakti heimsathygli þegar hún tilkynnti að hún væri með barni, fimmtug að aldri.Einkasonurinn, sem hlaut nafnið Eissa, kom í heiminn í janúar en faðir hans er athafnamaðurinn Wissam Al Mana.
Stuttu eftir að snáðinn kom í heiminn, skildu þau Wissam og Janet eftir fjögurra ára hjónaband.
Tvíburalukka
Leikkonan Jaime Pressly eignaðist tvíbura með kærasta sínum, Hamzi Hijazi, í október sem hlotið hafa nöfnin Leo og Lenon.Jaime og Hamzi hafa verið saman um árabil en fyrir á leikkonan soninn Dezi James Calvo, tíu ára, með fyrrverandi unnusta sínum, DJ Eric Calvo.
Barnaskarinn stækkar
Beverly Hills 90210-stjarnan Tori Spelling og eiginmaður hennar, Dean McDermott, buðu fimmta barn sitt velkomið í heiminn í mars, soninn Beau.Fyrir áttu þau Liam, 10 ára, Stellu, 9 ára, Hattie, 6 ára og Finn, 5 ára. Fyrir átti Dean soninn Jack, 19 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Eustace.
Tori og Dean gengu í það heilaga þann 7. maí árið 2006 á Fiji. Þau endurnýjuðu síðan heitin í maí árið 2010.
Söngelskur snáði
One Direction-söngvarinn Liam Payne og tónlistarkonan Cheryl Cole eignuðust sitt fyrsta barn í mars, heilbrigðan son.Þetta er fyrsta barn þeirra beggja en þau byrjuðu að stinga saman nefjum í byrjun árs 2016.