Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:09 Klippt á borðann og samgöngumannvirkið formlega opnað. Frá vinstri: Andrés Sigurðsson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Dofri Eysteinsson. Vegagerðin Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi hafa verið tekin í notkun en unnið hefur verið að þeim frá liðnu vori. Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi talið aukast verulega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu gatnamótin formlega í dag með því að klippa á borða ásamt Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og forráðamönnum verktakanna, Andrési Sigurðssyni frá Loftorku ehf. og Dofra Eysteinssyni frá Suðurverki hf.Loftmynd af nýju gatnamótunum.Hersir Gíslason.Auk sjálfra gatnamótanna fólst verkið í gerð allra tilheyrandi vega og stíga. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins auk breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun. Fjögur tilboð bárust í verkið og var samið við lægstbjóðendur, Loftorku ehf. og Suðurverk hf., sem skiluðu sameiginlegu tilboði upp á rúmlega 900 milljónir króna en heildarkostnaður verksins alls verður kringum 1.100 milljónir. Allmargir undirverktakar komu einnig við sögu og eftirlit var á vegum VSÓ ráðgjafar ehf. Verksamningar voru undirritaðir 21. mars og hófst uppsteypa brúarmannvirkis 21. júlí. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hreinn Haraldsson og Rósa Guðbjartsdóttir sögðu nokkur orð við athöfnina og sögu mislæg gatnamót á þessum fjölfarna stað auka umferðaröryggi og væri mikil samgöngubót að verkinu. Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi hafa verið tekin í notkun en unnið hefur verið að þeim frá liðnu vori. Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi talið aukast verulega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu gatnamótin formlega í dag með því að klippa á borða ásamt Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og forráðamönnum verktakanna, Andrési Sigurðssyni frá Loftorku ehf. og Dofra Eysteinssyni frá Suðurverki hf.Loftmynd af nýju gatnamótunum.Hersir Gíslason.Auk sjálfra gatnamótanna fólst verkið í gerð allra tilheyrandi vega og stíga. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins auk breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun. Fjögur tilboð bárust í verkið og var samið við lægstbjóðendur, Loftorku ehf. og Suðurverk hf., sem skiluðu sameiginlegu tilboði upp á rúmlega 900 milljónir króna en heildarkostnaður verksins alls verður kringum 1.100 milljónir. Allmargir undirverktakar komu einnig við sögu og eftirlit var á vegum VSÓ ráðgjafar ehf. Verksamningar voru undirritaðir 21. mars og hófst uppsteypa brúarmannvirkis 21. júlí. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hreinn Haraldsson og Rósa Guðbjartsdóttir sögðu nokkur orð við athöfnina og sögu mislæg gatnamót á þessum fjölfarna stað auka umferðaröryggi og væri mikil samgöngubót að verkinu.
Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira